Veitingasala

Bike Cave rekur veitingarekstur og kaffisölu í Hafnarborg. Þar eru í boði alls kyns léttar veitingar eins og súpur og samlokur ásamt frábæru kaffi. Allur matur er útbúinn á staðnum sem tryggir að allt er nýtt og ferskt. Einnig er boðið upp á veislubakka sem eru tilvaldir fyrir alls kyns uppákomur.