0048901.jpg

Opnunartími um páska

Skírdagur – Opið 12 – 17

Föstudagurinn langi – Lokað

Laugardagur 26. mars – Opið frá k12 – 17

Páskasunnudagur – Lokað

Annar í Páskum – Opið 12 – 17

okkarstadur-slideshow

Könnun til gesta opnu vinnustofunnar Þinn staður – okkar bær

Kæri gestur Hafnarborgar,

við viljum gjarnan heyra þína skoðun á sviðsmyndunum tveimur sem eru kynntar hér á opnu vinnustufunni Þinn staður – Okkar bær.

Hér fyrir neðan er hlekkur á örstutta könnun sem við vonum að þú gefir þér tíma til að svara:

Smellið hér fyrir könnunina.

 

Hér er hlekkur á skýrslu um þéttingu byggðar í Hafnarfirði:

Þétting byggðar – skýrsla.

bogagluggar-featureimage

Breyttur opnunartími

Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma safnsins tímabundið og loka kl. 17 á fimmtudögum eins og alla aðra daga nema þriðjudaga þegar safnið er lokað. Þessi breyting tekur gildi frá og með fimmtudeginum 18. febrúar 2016. Áður var safnið opið til kl. 21 á fimmtudagskvöldum.

Opnunartími Hafnarborgar er því eftirfarandi:

Mánudagar      12 – 17
Þriðjudagar      Lokað
Miðvikudagar  12 – 17
Fimmtudaga    12 – 17
Föstudaga         12 – 17
Laugardaga      12 – 17
Sunnudaga       12 – 17

KONICA MINOLTA DIGITAL CAMERA

Hafnarborg fyrir elskendur – gönguferð um Víðistaðatún

Dagana 11. til 14. febrúar verður breytist Hafnarfjörður í Ástar- og kærleiksbæinn Hafnarfjörð í tilefni Valentínusardagsins. Ástar og kærleiksbærinn Hafnarfjörður er hugsaður sem hvatning til að vekja athyggli á kærleikanum og ástinni og mikilvægi þess að gleðja, elska og sýna kærlæka í verki.

Þá er tilvalið að heimsækja sýningar Hafnarborgar Hraun og mynd sem staðsett er í aðalsal safnsins, með verkum Kristbergs Ó. Péturssonar og DIKTUR  í Sverrissal sýningu á verkum Ragnhildar Jóhannsdóttur. Enginn aðgangseyrir er á sýningar Hafnarborgar.

Jafnframt mælum við með rómantískum gögnuferðum um Höggmyndagarð Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni en þar er að finna fjölda útilistaverka í eigu Hafnarborgar.

 

safnanott-featureimage

Safnanótt 2016

Í febrúar á hverju ári stendur Höfuðborgarstofa fyrir Safnanótt þar sem fjöldi safna víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu hafa opið fram eftir kvöldi og bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.

Safnanótt í ár verður haldin föstudaginn 5. febrúar og verður þá opið í Hafnarborg frá hádegi til miðnættis.

Dagskrá Hafnarborgar á Safnanótt:

Listasmiðja – Prent og Bókagerð
19:00 – 20:00
Gestir Hafnarborgar fá að spreyta sig á bókagerð og gerð einfaldra prenta í þessari listasmiðju undir handleiðslu myndlistarmannanna Ragnhildar Jóhanns og Jóhanns Ludwigs Torfasonar. En sýning með verkum Ragnhildar stendur nú yfir í Sverrissal Hafnarborgar.

 

Á bak við tjöldin – Heimsókn í geymslur safnsins
20:00 – 22:00
Gestum er boðið að skyggnast á bak við tjöldin í Hafnarborg og skoða þau undur sem leynast í geymslum safnsins í fylgd starfsmanna. Hver heimsókn er stutt og tekið er á móti gestum í litlum hópum, hámark 10 gestir í einu.

 

Teboð
20:00 – 23:30
Hafnarborg tekur hlýlega á móti gestum Safnanætur og býður uppá fjölbreytt úrval te-tegunda. það er því tilvalið að koma og ilja sér á köldu febrúarkvöldinu og upplifa í leiðinni skemmtilega dagskrá Hafnarborgar á Safnanótt.

 

Vasaljósaleiðangur fyrir börn
20:00 – 20:30
Farið veður í leiðangur um sýningu Kristbergs Ó. Péturssonar í myrkvuðum sal með vasaljós. Drungalegur myndheimur Kristbergs er rannsakaður. Hraun og hrjóstugt landslag, ljós og skuggar.

 

Hó Hó Ha Ha  – Hláturjóga með Sölva
20:30 – 21:15
Bættu á þig brosi á vör og kátum hlátri í hláturjóga á Safnanótt með Sölva Avo Péturssyni, hláturjógaleiðbeinanda og næringarþerapista. Hláturjóga er aðferð sem indverski læknirinn Dr. Madan Kataria þróaði og er blanda af hláturæfingum og jógaöndun. Tilgangur með hláturjóga er að efla og styrkja líkama, hugsun og sál. Hláturjóga fer fram í Apótekarsal og stendur yfir í 45 mínútur.

Listamannsspjall – Ragnhildur Jóhanns
21:00 – 21:40
Ragnhildur Jóhanns myndlistamaður leiðir gesti Hafnarborgar um verk sín og sýninguna Diktur sem nú stendur yfir í Sverrissal.

Ragnhildur leggur áherslu á tungumálið í listsköpun sinni þar sem hún leitast við að skapa sjónræn ljóð í formi skúlptúra, klippimynda, teikninga eða prents.

Skuggamyndir frá Bysans – Lifandi tónlist
22:15 – 23:15
Endaðu annasama Safnanótt á að hlíða á Balkanska tónlist í flutningi hljómsveitarinnar “Skuggamyndir frá Bysans” í Hafnarborg.  Hljómsveitin mun leika þjóðlega tónlist frá Balkanlöndunum en sú tónlist er annáluð fyrir ólgandi tilfinningahita, blandaðan austurlenskri dulúð.

Hljómsveitina skipa : Haukur Gröndal á klarínett, Ásgeir Ásgeirsson á tamboura, bouzouki og saz baglama, Þorgrímur Jónsson á rafbassa, Erik Qvick á trommur.

 

Fræðslu- og leikstofur Hafnarborgar
Safngestir geta fengið sér sæti í nýlegum fræðslu- og leikstofum Hafnarborgar; gluggað í bækur og tímarit og börn geta unað sér við skapandi leik. Rýmin eru staðsett á annarri hæð, inn af aðalsal safnsins.

 

Sýningar:

Hraun og mynd – Kristbergur Ó. Pétursson
Sýningin, Hraun og mynd, í aðalsal Hafnarborgar sýnir ný vatnslita- og olíumálverk eftir Kristberg Ó. Pétursson sem kom fyrst fram sem hluti af bylgju listmálara sem kenndir eru við nýja-málverkið. Kristbergur hefur þróað list sína í átt að hinu óhlutbundna þar sem litaflæði og andrúm sækja í oft myrkar náttúrustemmur og drunga en myndefnið er oftar en ekki hrjóstrugt hraunlandslagið í og umhverfis heimabæ hans, Hafnarfjörð.


Diktur – Ragnhildur Jóhanns
Ragnhildur leitast við að skapa sjónræn ljóð sem verða til við krufningu bóka. Efniviðurinn eru fundnar, notaðar bækur sem í meðförum hennar umbreytast og öðlast þar með aðra tilvist. Ragnhildur skrumskælir notagildi þessa hversdagslega hlutar, bókarinnar, og gæðir efnislegan hluta hennar nýju lífi.

Nánari upplýsingar á www.vetrarhatid.is

 

HildurogRúna-featureimage

Haustsýning Hafnarborgar 2016 – vinningstillaga tilkynnt.

Nú hefur farið fram lokaval á tillögum að haustsýningu í Hafnarborg 2016 en það var tillaga Rúnu Thors, iðnhönnuðs, og Hildar Steinþórsdóttur, arkitekts, sem varð fyrir valinu. Sýningartillagan sem ber vinnutitilinn Keramik+ snýst um að kanna efniseiginleika keramiks þar sem þær munu fá listamenn og hönnuði til að kanna samspil keramiks við önnur efni og nýjar og gamlar aðferðir.

Í haust kynnti Hafnarborg í sjötta sinn, verkefni sem hafði það markmið að gefa sýningarstjórum kost á að senda inn tillögu að haustsýningu í Hafnarborg 2016. Höfundar tillaganna sem bárust eiga að baki ólíkan náms og starfsferil sem tengist myndlist og menningartengdum verkefnum en hafa þó ekki tekið að sér hlutverk sýningarstjóra áður. Það er síðan Listráð Hafnarborgar ásamt forstöðumanni sem fer yfir umsóknir og velur vinningstillöguna ár hvert.

 

hafnarborg2

Rekstur veitingasölu í Hafnarborg

Óskað er eftir aðila til að taka að sér veitingarekstur í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar að Strandgötu 34.

Kaffistofan býður upp á ýmsa möguleika, er öllum opin en fyrst og fremst hugsuð sem þjónusta við gesti Hafnarborgar. Góð aðstaða til framreiðslu á kaffiveitingum og léttum málsverðum. Opnunartími tengist a.m.k. opnunartíma Hafnarborgar. Einnig velkomið að hafa opið á öðrum tímum.

KYNNINGARFUNDUR fyrir áhugasama verður haldinn í Hafnarborg fimmtudaginn 28. janúar kl. 13:00.

Gert er ráð fyrir að nýr rekstraraðili taki til starfa sem fyrst.

Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður Hafnarborgar, Ágústa Kristófersdóttir, í síma 585-5790. Hægt er að senda tillögur á netfangið: hafnarborg@hafnarfjordur.is fyrir 15. febrúar. Ákvörðun um val liggur fyrir í mars.

Linkur á auglýsingu hér.

7

Hafnarborg á samfélagsmiðlum

Hægt er að fylgjast með Hafnarborg á Facebook og á Instagram þar sem við deilum myndum og upplýsingum um sýningar og viðburði í safninu.

8

Uppsetning sýningar.

 10

Öskudagur í Hafnarborg og krakkar á sumarnámskeiði.

7

Líf og fjör í Hafnarborg við tökur í innsetningu Heklu Daggar Jónsdóttur.

11

Uppsetning á videoverki Tuma Magnússonar og skólaheimsókn.

1

Tónleikar í tónleikaröðinni Hljóðön.

12

Heimsókn á vinnustofu Kristbergs Péturssonar og verk Péturs Thomsen.

Favim.com-empty-lights-magic-snow-tree-272085

Jóla- og nýárskveðja

Starfsfólk Hafnarborgar óskar ykkur gleðilegra jóla og gæfuríks nýs árs með þökk fyrir árið sem er að líða. Hlökkum til að sjá ykkur í Hafnarborg á komandi ári.

HFB_aramotakv_rafraent_2015-sýningar-samantekt

 

isl_kaerleikskulan_2

Kærleikskúlan 2015

Landslag eftir Rögnu Róbertsdóttur er Kærleikskúla ársins 2015. Kærleikskúlan er fáanleg í safnbúð Hafnarborgar frá 5. – 19. desember 2015.

LANDSLAG

“Verkið kallast á við frumform jarðarinnar og orkumynstur hennar, sköpunar- og tortímingarkraftana og í raun það sem mætti kalla lífskraftinn. Ég nota sjálflýsandi plastagnirnar meðal annars sem tákn fyrir hin litríku íslensku líparítfjöll og sláandi litadýrð þeirra sem orsakast af háu steinefnamagni og samspili þess við birtuna.”

Ragna Róbertsdóttir

isl_kaerleikskulan_1

UM KÆRLEIKSKÚLUNA

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar frá árinu 2003 og eru kúlurnar því orðnar þrettán talsins. Frá upphafi hafa kúlurnar fengið frábærar viðtökur landsmanna enda um að ræða einstakt safn listaverka eftir marga þekktustu listamenn okkar Íslendinga.

Listamenn Kærleikskúlunnar hafa allir gefið vinnu sína og þannig stutt dyggilega við starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna.

TILGANGUR

Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að efla starfsemi Reykjadals. Gera þannig fleirum mögulegt að njóta þar ævintýra tilverunnar í hópi með jafnöldrum – eignast vini og dýrmætar minningar.

ÚTLIT

Ár hvert fær Kærleikskúlan nýtt útlit – og er verkið í höndum fremstu listamanna þjóðarinnar. Í grunninn er Kærleikskúlan tær eins og kærleikurinn – með borða í rauðum lit, lit jólanna og kærleikans. Kærleikskúlan er blásin og eru því engar tvær kúlur nákvæmlega eins, en allar fallegar hver á sinn hátt. Kærleikskúlan kemur í kassa og fylgir henni bæklingur. Litir bæklinsins eru svartur og silfraður. Svartur táknar árstímann og silfraður birtuna sem er svo lýsandi fyrir boðskap jólanna.

SÖLUAÐILAR

Allir þeir söluaðilar sem selja Kærleikskúluna gera það án þóknunar og leggja því málefninu mikilvægt lið.

 

Ragna Róbertsdóttir er fædd í Reykjavík 1945. Hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum og í Konstfack í Stokkhólmi en hún býr nú og starfar jöfnum höndum í Reykjavík, í Arnarfirði og í Berlín. Ragna er einn fremsti listamaður landsins og hefur sýnt víða um heim. Hún var tilnefnd til Carnegie-verðlaunanna árið 2012 og einkasýning hennar „Kynngikraftur“ á Kjarvalsstöðum árið 2004 er af mörgum talin ein af áhrifameiri sýningum safnsins. Ragna notar einkum náttúru Íslands sem efnivið verka sinna en efnin sem hún vinnur með ýmist líkja eftir eða ögra náttúrulegum mynstrum. Náttúruöflin verða áþreifanleg í „landslagi“ Rögnu þar sem þau eru tamin, löguð að ákveðnu rými og að hinu manngerða.