easter-flowers

Opnunartími um páska

Opnunartímar í Hafnarborg um Páskana eru eftirfarandi:

Skírdagur, 13. apríl – Opið kl. 12 – 17
Föstudagurinn langi, 14. apríl – LOKAÐ
Laugardagur, 15. apríl – Opið kl. 12 – 17
Sunnudagur 16. apríl – LOKAÐ
Mánudagur 17. apríl – Opið kl. 12 – 17
Gleðilega Páskahátíð!

17504668_10155176647874695_8401679306434492593_o

Rausnarleg gjöf frá Listaverkasafni Valtýs Péturssonar

Þann 27. mars síðastliðinn afhenti Listaverkasafn Valtýs Péturssonar Hafnarborg – Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar 12 málverk eftir Valtý Pétursson til eignar og varðveislu við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands.

Í erfðaskrá Herdísar Vigfúsdóttur, ekkju Valtýs, óskar hún þess að þau listaverk sem hann lét eftir sig verði gefin til safna. Söfnin sem tóku við gjöfinni eru Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Gerðarsafn, Listasafn Árnesinga, Hafnarborg, Listasafn Háskóla Íslands og Listasafnið á Akureyri. Einnig voru verk gefin til Grenivíkur sem er fæðingarstaður Valtýs. Listaverkin eru á annað þúsund talsins og frá öllum tímabilum á ferli listamannsins.

Valtýr Pétursson var brautryðjandi abstraktlistar hér á landi og afkastamikill listmálari. Hann var einnig mikilvirkur gagnrýnandi og virkur þátttakandi í félagsstarfi listamanna.

Hafnarborg þakkar kærlega fyrir gjöfina.

fr_20170224_056782

Listasmiðja fellur niður vegna veðurs

Okkur þykir leitt að tilkynna það að listasmiðja föstudagsins 24. febrúar fellur niður vegna óveðurs.

verndargripur

Á facebook síðu Hafnarborgar má sjá skemmtilegar myndir af fjársjóðskortagerðinni og mandölu smiðjunni sem haldnar voru 22. og 23. febrúar.

 

verndargripur

Listasmiðjur í vetrarfríi

Nú líður að vetrarfríi í Hafnarfirði. Að því tilefni ætlar Hafnarborg að bjóða uppá listasmiðjur fyrir börn á öllum aldri frá kl. 13 til 15 dagana 22. – 24. febrúar. Myndlistakonan Björk Viggósdóttir leiðir smiðjurnar í samvinnu við starfsfólk safnsins. Ólík verkefni verða tekin fyrir á hverjum degi og fjölbreyttur efniviður í boði. Mælst er með því að börn komi í fylgd fullorðinna.

Aðgangur er ókeypis.

Miðvikudagurinn 22. febrúar – Fjársjóðskortagerð
Ævintýraleg listasmiðja þar sem þátttakendur búa til alvöru fjársjóðskort og notast meðal annars við kaffi, kol og vatnsliti.

Fimmtudagurinn 23. febrúar – Mandölur
Mandölur og mynsturgerð í skúlptúra og teikniformi.

Föstudagur 24. febrúar – Grímugerð
Öskudagur er á næsta leiti og þá er um að gera að taka forskot á sæluna og búa sér til gervi eftir eigin höfði. Allskyns skemmtilegur efniviður verður í boði fyrir skapandi börn.

 

hreyfimyndagerd-featureimage

Hreyfimyndagerð á Safnanótt

Hér má sjá afrakstur námskeiðs í hreyfimyndagerð sem haldin var í Hafnarborg á Safnanótt 3. febrúar 2017.
Þátttakendur skiptu sér í 4 hópa og notuðu fjölbreyttan efnivið eins og nammi og smáhluti til þess að búa til sínar eigin hreyfimyndir.
Leiðbeinandi var Ragnheiður Gestsdóttir, myndlistamaður.

Favim.com-empty-lights-magic-snow-tree-272085

Opnunartímar um jól og áramót.

23. desember    Opið frá kl. 12:00 – 17:00

24. desember     Lokað

25. desember     Lokað

26. desember     Lokað

27. desember      Lokað

28. desember    Opið frá kl. 12:00 – 17:00

29. desember    Opið frá kl. 12:00 – 17:00

30. desember    Opið frá kl. 12:00 – 17:00

31. desember     Lokað

1. janúar               Lokað

15095640_10157897137300352_3745896721029127507_n

Kærleikskúlan 2016

SÝN eftir Sigurð Árna Sigurðsson er Kærleikskúla ársins 2016. Kærleikskúlan er fáanleg í safnbúð Hafnarborgar frá 2. – 16. desember 2016.

Sameinar tvo heima með því að gata yfirborðið.
Sigurður Árni segir að á endalausu yfirborði kúlunnar séu tvær hliðar, sú ytri og hin innri. Með því að gata kúluna mætist tveir heimar. „Þegar ég vann að kærleikskúlunni og horfði á hana utan frá sá ég fyrir mér heim frá mínu sjónarhorni en um leið varð mér ljóst að inni í kúlunni er annar heimur sem horfði á minn heim frá öðru sjónarhorni. Með því að gata yfirborðið fannst mér ég sameina þessa tvo heima og nálgast það sem ég þekkti ekki áður,“ segir Sigurður Árni um hönnun sína. „Hugmynd verksins og kærleikur kúlunnar býr í gatinu. Í opinu er möguleiki á að tengjast öðrum heimi, setja sig í spor annarra og öðlast víðara sjónarhorn – nýja sýn,“ segir hann.

15178982_10157897067740352_183294555059241075_n

Verk Sigurðar gjarnan á mörkum þess áþreifanlega.
Sigurður Árni Sigurðsson er fæddur á Akureyri 1963. Hann stundaði nám í École Nationale Supérieure d‘Arts de Paris-Cergy og Institut des Hautes Études en Art Plastiques í París að loknu námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hann hefur búið og starfað jöfnum höndum á Íslandi og í Frakklandi og sýnt verk sín víða um heim. Verk hans eru gjarnan á mörkum þess áþreifanlega, kunnugleg form eða hlutir taka á sig nýja og óraunverulega mynd í rými ljóss og skugga – málverk verða þrívíð og skúlptúrar tvívíðir. Verk eftir Sigurð Árna er að finna í öllum helstu listasöfnum landsins sem og í opinberum og einkasöfnum í Evrópu. Af stærri opinberum verkum má nefna útilistaverkin Sólöldu við Sultartangavirkjun og L´Eloge de la Nature í bænum Loupian í Frakklandi. Sigurður Árni, sem er einn fremsti listamaður þjóðarinnar, hefur hlotið fjölda viðurkenninga á ferli sínum. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1999 og árið 2000, þegar Reykjavík var menningarborg Evrópu, var verk eftir hann valið sem táknmynd menningarársins.

Um Kærleikskúluna
Kúlan Sýn bætist í fjölbreytt safn af Kærleikskúlum sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur gefið út fyrir jólin síðan 2003. Fjölmargir listamenn hafa lagt málefninu lið í gegnum árin og því eru kærleikskúlurnar fjölbreytt safn listaverka. Listamennirnir hafa allir gefið vinnu sína og þannig stutt dyggilega við starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna.

Tilgangur
Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að efla starfsemi Reykjadals. Gera þannig fleirum mögulegt að njóta þar ævintýra tilverunnar í hópi með jafnöldrum – eignast vini og dýrmætar minningar.

Útlit
Ár hvert fær Kærleikskúlan nýtt útlit – og er verkið í höndum fremstu listamanna þjóðarinnar. Í grunninn er Kærleikskúlan tær eins og kærleikurinn – með borða í rauðum lit, lit jólanna og kærleikans. Kærleikskúlan er blásin og eru því engar tvær kúlur nákvæmlega eins, en allar fallegar hver á sinn hátt. Kærleikskúlan kemur í kassa og fylgir henni bæklingur. Litir bæklinsins eru svartur og silfraður. Svartur táknar árstímann og silfraður birtuna sem er svo lýsandi fyrir boðskap jólanna.

Söluaðilar
Allir þeir söluaðilar sem selja Kærleikskúluna gera það án þóknunar og leggja því málefninu mikilvægt lið.

Sigurður Árni Sigurðsson hefur starfað sem myndlistarmaður bæði í Reykjavík og í Frakklandi frá því að hann lauk námi frá Institut des Hautes Études en Art Plastiques í París árið 1991. Hann hefur haldið tugi einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Verk eftir Sigurð Árna er að finna í öllum helstu listasöfnum á Íslandi sem og í opinberum söfnum og einkasöfnum víða í Evrópu. Af stærri opinberum verkum má nefna útilistaverkið „Sólalda“ sem hann  gerði fyrir Sultartangavirkjun og var afhjúpað árið 2000, verkið “Samhengi” var sett upp í Landsbanka Íslands í Reykjavík 2005, glerverkið “Ljós í skugga” á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 2006 og útilistaverkið „L´Eloge de la Nature“ er staðsett í bænum Loupian í Suður-Frakklandi 2011. Sigurður Árni var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum á Ítalíu árið 1999 og þegar Reykjavík var menningarborg Evrópu árið 2000 var verk eftir Sigurð Árna valið sem táknmynd menningarársins. Hann var jafnframt valinn bæjarlistamaður Akureyrar árið 2000 – 2001.

15220115_10157909573150352_4544377642942426909_n

syngjandijól2015-featureimage

Syngjandi jól 2016

Laugardaginn, 3. desember fyllist Hafnarborg af söng og hátíðaranda en þá koma saman fjölmargir kórar Hafnarfjarðar skipaðir söngfólki á öllum aldri. Syngjandi jól eru nú haldin í tuttugasta sinn og eru samstarfsverkefni skrifstofu fræðslu- og frístundarþjónustu Hafnarfjarðar, Jólaþorpsins og Hafnarborgar.

Vegna tónleikanna eru sýningar Hafnarborgar eru ekki opnar þennan dag.

Dagskráin er eftirfarandi:

09:40 – 10:00  Miðkór Lækjarskóla

10:00 – 10:20   Leikskólinn Stekkjarás

10:20 – 10:40   Leikskólinn Hvammur

10:40 – 11:00   Leikskólinn Brekkuhvammur

11:00 – 11:20    Hraunvallaskóli – leikskóli

11:20 – 11:40    Kór Áslandsskóla

11:40 – 12:00    Leikskólinn Hlíðarberg

12:00 – 12:20   Leikskólinn Álfasteinn

12:40 – 13:00   Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju

13:00 – 13:20   Kór Öldutúnsskóla

13:20 – 13:40   Litli kór Öldutúnsskóla

13:40 – 14:00   Kvennakórinn Rósir

40:00 – 14:20   Gaflarakórinn

14:20 – 14:40    Kvennakór Hafnarfjarðar

14:40 – 15:00    Kór Ástjarnarkirkju

15:00 – 15:20    Barnakór Ástjarnarkirkju

15:20 – 15:40    Hrafnistukórinn

johannesdagsson1

Haustsýning Hafnarborgar 2017 – vinningstillaga kynnt

Nú hefur farið fram lokaval á tillögum að haustsýningu í Hafnarborg fyrir árið 2017 en það var tillaga Jóhannes Dagssonar, heimspekings og lektors við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, sem varð fyrir valinu.

Sýningartillagan sem ber vinnutitilinn Málverk – eitthvað annað en miðill fjallar um málverkið sem  nálgun við myndræna framsetningu, burt séð frá miðli verksins og er markmið sýningarinnar að veita innsýn inní þessa þróun málverksins og nýju stöðu þess.

tilraun-ras

Jóhannes Dagsson starfar sem lektor í fræðigreinum við myndlistardeild Listaháskóla Íslands en hann hefur áður starfað sem aðjúnkt við deildina frá árinu 2013. Samhliða vinnu sinni við Listaháskóla Íslands hefur Jóhannes starfað fyrir Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að verkefninu NERRI og verið ritsstjóri Hugar, tímarits um heimspeki.  Jóhannes starfaði sem aðstoðarkennari við heimspekideild Háskólans í Calgary, Kanada og Háskóla Íslands á árunum 2008-2011. Einnig hefur Jóhannes skrifað fjölda sýningartexta og haldið erindi um málefni tengt heimspeki listarinnar, málspeki og hugspeki.

Jóhannes lauk doktorsnámi í heimspeki (PhD) frá Háskólanum í Calgary, Kanada 2012. Áður hafði hann lagt stund á heimspeki og bókmenntir við Háskóla Íslands þar sem hann lauk meistaranámi í heimspeki 2009. Jóhannes er menntaður í myndlist frá Edinbourgh College of Art og hefur tekið þátt í sýningum hér heima og erlendis.

salurinn2015-m-texta

Síðastliðið haust kynnti Hafnarborg í sjöunda sinn, verkefni sem hafði það að markmiði að gefa sýningarstjórum kost á að senda inn tillögu að haustsýningu í Hafnarborg 2016. Höfundar tillaganna sem bárust eiga að baki ólíkan náms og starfsferil sem tengist myndlist og menningartengdum verkefnum. Það er Listráð Hafnarborgar ásamt forstöðumanni sem fer yfir umsóknir og velur vinningstillöguna ár hvert.

 

safnbud-featureimage

Safnbúð Hafnarborgar

Í safnverslun Hafnarborgar er að finna íslenskar hönnunarvörur sem hafa verið sérvaldar út frá fagurfræði, gæðum og efni þar sem náttúruleg efni og handverk fær að njóta sín. Listræn gjafavara, borðbúnaður, skartgripir, skrautmunir og fylgihlutir eru meðal þess sem finna má í versluninni.

bud-1

Meðal hönnuða og listamanna sem eiga vörur í versluninni eru Hanna Dís Whitehead, Katariina Guthwert, Habby Osk, Helicopter, Reykjavik Traiding company, Marý Marý, Thing and Things og Þórdís Baldursdóttir.

bud-3
bud-2

Safnverslunin býður einnig upp á úrval bóka og sýningarskráa sem tengjast sýningum safnsins. Þar að auki selur Hafnarborg vönduð og falleg kort og plaköt sem skarta listaverkum úr safneign.

bud-4

Safnverslunin er opin á opnunartíma Hafnarborgar, alla daga nema þriðjudaga, frá klukkan 12 – 17.