haustsýningar2014og2015

Haustsýning Hafnarborgar 2017 – kallað eftir tillögum

Eins og undanfarin fimm ár gefst sýningarstjórum tækifæri til að senda inn tillögur að sýningu í Hafnarborg haustið 2017. Sýningin Tilraun – leir og fleira sem nú stendur yfir í safninu var valin úr athyglisverðum tillögum sem sendar voru inn á síðasta ári. Markmiðið með því að óska eftir innsendum tillögum er að fá tækifæri til að velja til samstarfs sýningarstjóra sem leggur fram áhugaverða tillögu að sýningu en jafnframt að kalla til leiks nýtt fólk. Þannig er sérstaklega hugað að því að veita tækifæri sýningarstjórum með stuttan feril að baki. Það hefur sýnt sig að fyllsta ástæða er til að halda úti slíku verkefni, en út frá því hafa orðið til fjölbreyttar og áhugaverðar sýningar sem vakið hafa athygli og verið vel sóttar.

Óskað er eftir hugmyndum að samsýningum þar sem viðfangsefni, vinnuaðferð eða aðrar hugmyndir tengja verk listamanna en einnig koma til greina sýningar sem fela í sér greiningu eða sýn á verk ákveðins listamanns. Jafnt koma til greina sýningar á verkum samtímalistamanna og sýningar sem fela í sér sögulega greiningu.

Frestur til að skila inn tillögum rennur út sunnudaginn 30. október 2016. Aðeins er tekið við efni rafrænt á netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is

Umsóknarferlið er tvískipt.

1. Hluti

Í fyrri umferð er óskað eftir eftirfarandi upplýsingum:

– Lýsing á verkefninu þar sem lögð er áhersla á hugmyndina að baki sýningunni. Hámark 1000 orð.
– Ferilskrá sýningarstjóra.
– Stuttar ferilskrár listmanna / listamanns og annarra sem lagt er til að verði hluti af sýningarverkefninu.

Gefið eins nákvæma lýsingu og unnt er en virðið uppgefinn orðafjölda. Ekki er tekið við sýningarskrám, myndefni eða dvd-diskum í fyrstu umferð. Kynnið ykkur húsnæði Hafnarborgar áður en tillögur eru sendar inn. Listráð Hafnarborgar metur innsendar tillögur ásamt forstöðumanni og velur tillögur til frekari skoðunar.

2. Hluti

Sýningarstjórum sem eiga tillögurnar sem valdar eru til frekari skoðunar er boðið að kynna hugmyndir sínar og senda inn ítarefni s.s. sýningarskrár, myndefni eða dvd-diska auk þess sem vinna þarf að raunhæfri fjárhagsáætlun fyrir sýninguna. Haustsýningin 2016 verður valin úr þessu úrtaki fyrir 2. janúar 2016.

Sendið tillögur á netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is. Send verður staðfesting á því að tillagan hafi borist. Vinsamlega hafið samband ef staðfesting berst ekki. Allar niðurstöður verða sendar með tölvupósti.

Með því að kalla eftir tillögum er verið að opna fyrir nýja sýn á myndlist en jafnframt gefa nýjum sýningarstjórum tækifæri til að vinna sýningar. Reiknað er með að sýningin og vinnan við hana falli að fjárhagsáætlun safnsins eða að leitað verði leiða til að fá sérstakan stuðning við verkefnið.

Við mat á tillögum verður skoðað:

– Val á listamönnum.
– Hvort sýningin kynni nýstárlega sýn á myndlist – innihald og/eða miðla.
– Hvort verkin á sýningunni eru ný eða eldri verk eða blanda nýrra og eldri.
– Hvort sýningin hafi sérstaka skírskotun til Hafnarborgar þ.e. safneignar, umhverfis, bæjarlífs  osfrv.
– Hvort sýningin nýti rými Hafnarborgar á frumlegan hátt.
– Ferill sýningarstjóra (frekar er verið að leita eftir sýningarstjórum sem ekki eiga langan feril að baki).
– Tillögur að dagskrá í tengslum við sýninguna (leiðsögn, málþing, námskeið).
– Tillögur að hugsanlegri útgáfu.
– Að kostnaður við verkefnið sé innan viðráðanlegra marka (nánari útfærsla kostnaðar er í síðari hluta ferlisins).

Teikningar af sölum Hafnarborgar eru hér fyrir neðan. Þær eru til viðmiðunar við undirbúning tillagna en ekki er ætlast til að sýningar séu hannaðar nákvæmlega inn í rýmið.

Grunnmynd-af-öllum-sölum

Sendið tillögur á netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is

Merkið póstinn Haust 2017.

Nánari upplýsingar í síma Hafnarborgar 585 5790

hafnarborg-juni2016

Starf í boði

Hafnarborg leitar að umsjónarmanni húss og safneignar. Spennandi, fjölbreytt og skemmtilegt starf í boði.

https://radningar.hafnarfjordur.is/recruitmentdmz/rcf3/ViewJobOnWeb.aspx?jobid=STJ16005

Hafnarborg

Eiríkur Smith – kveðja

Eiríkur Smith, listmálari lést á Hrafnistu föstudaginn 9. september síðastliðinn, 91 árs að aldri. Hann fæddist 9. ágúst 1925 í Hafnarfirði.

Ferill Eiríks var í senn langur og margbreytilegur. Hann tókst á við málverkið sem tjáningarform þar sem maðurinn var oft í forgrunni en landið og mannanna verk mynda magnþrungna umgjörð.

Árið 1990 afhenti Eiríkur Smith Hafnarborg um 400 verk til eignar. Þessi gjöf var einkar höfðingleg og er safninu ómetanleg sem uppspretta bæði rannsókna og sýninga. Jafnt og þétt hefur verið bætt við safneignina með það að markmiði að í Hafnarborg sé varðveitt safn verka sem gefur góða yfirsýn yfir feril listamannsins.

Eiríkur kannaði sífellt nýjar slóðir í list sinni og tókst óhræddur á við ný viðfangsefni. Verk hans hafa átt greiða leið að hjarta almennings.

Eiríkur Smith og Hafnarborg hafa verið samferða allt frá opnunarsýningu Hafnarborgar árið 1988. Verk hans halda nú áfram að vera hluti safnkostsins þar sem almenningur getur notið þeirra á ólíkum sýningum safnsins.

Starfsfólk Hafnarborgar sendir fjölskyldu Eiríks innilegar samúðarkveðjur.

14022369_1177431962302328_8439463045190578481_n

Fyrirlestur í LHÍ

Jenny Nordberg heldur fyrirlestur í Listaháskólanum í dag, fimmtudag, 25. ágúst kl. 12.15.

Sjá viðburð hér:

Jenny Norderg er sænskur iðnhönnuður og hefur á síðustu árum unnið að því að víkka út mörk hönnunar og skilning fólks á möguleikum hönnunar. Jenny Nordberg mun í fyrirlestrinum segja frá rannsóknum sínum og þverfalegum aðferðum. Verk hennar, hvort sem um er að ræða tilraunaverkefni, hönnunarfræðileg eða markaðsmiðuð verkefni, eru ætíð drifin áfram af þörf fyrir að fara nýjar leiðir og sporna við ábyrgðarlausri fjöldaframleiðslu. Stíll hennar einkennist af brútalsima og naumhyggju sem hún tvinnar saman á áhugaverðan hátt og treystir gjarnan á tilviljanir í ferlinu. Jenny Nordberg hefur í verkum sýnum, sem oft fljóta á mörkum myndlistar og hönnunar, beint sjónum að aukinni neysluhyggju, og hvernig megi bregðast við henni í framtíðinni.Þannig leitast hún við að umbreyta þeim forsendum sem gengið er út frá í hönnun og hvetja hönnuði til að taka ákveðnari afstöðu um forsendur eigin hönnunar. Jenny Nordberg er með MFA gráðu í iðnhönnun og er búsett í Malmö í Svíþjóð.

egillsæbjörnsson-feneyjartilkynning

Egill Sæbjörnsson fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2017

Egill Sæbjörnsson fer sem fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæring er hann verður haldinn í 57. sinn á næsta ári. Sýningarstjóri Íslenska skálans er hin þýska Stefanie Böttcher, listfræðingur og sýningarstjóri.

Við hjá Hafnarborg óskum Agli hjartanlega til hamingju og hlökkum til að vinna með honum að sýningu hans sem opnar í Hafnarborg í lok október næstkomandi.

egillbakari

Úr fréttatilkynningu Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar:

Fagráðið er stóð að valinu þessu sinni segir: ,,Uppátækjasemin og skopskynið sem einkennir verkefni Egils, auk færni hans í að draga saman aðskilda heima með notkun mismunandi miðla til þess að skapa heilsteypt heildarumhverfi þar sem raunveruleikinn skarast á við hið ímyndaða, mun fanga athygli áhorfenda á Feneyjartvíæringnum árið 2017, með sínum marglaga heimi sem endurspeglar okkar samtíma og á erindi við heiminn allan.” 

Egill Sæbjörnsson (f.1973) býr og starfar í Berlín og Reykjavík. Verk hans og gjörningar hafa verið sýnd í Hamburger Bahnhof – safni fyrir samtímalist í Berlín; Frankfurter Kunstverein; Kölnischer Kunstverein; The Baryshnikov Art Center í New York; Oi Futuro í Rio de Janeiro; PS1 MoMA; Kiasma í Helsinki; Nýlistasafni Ástralíu í Sydney. Egill var tilnefndur til Carnegie listverðlaunanna árið 2010 og verk hans má finna í þónokkrum einkasöfnum. Tvö nýleg verk eftir hann eru: Steinkugel, varanlegt listaverk í opinberu rými fyrir Robert Koch Institute í Berlín og Cascade, ljósainnsetning fyrir  Kunstmuseum Ahlen. Árið 2011 vann hann ásamt Marcia Moraes og Robert Wilson að endurgerð á verki Wilson sem ber titilinn Einstein on the Beach. Egill hefur auk þess gefið út þrjár bækur með verkum sínum og gefið út fimm plötur með tónlist sinni. Egill vinnur með galleríunum i8 í Reykjavik og Hopstreet Gallery í Brussel.

Fréttatilkynning Kynningarmiðstöðvarinnar má finna í heild sinni HÉR.

13475147_10154321082668750_6171764432485125522_o

Myndir frá sumarnámskeiðum

Sumarnámskeið Hafnarborgar eru nú í fullum gangi og börnin njóta sín hjá okkur í listsköpun og leikjum. Hér eru myndir af námskeiðunum sem fóru fram 9. – 16. júní.

two1
13445424_10154321059548750_608904878281909483_n
two2
13442165_10154321157123750_5122313664143047417_n
two3
13427830_10154321158288750_5927386905753476282_n
two4
13407229_10154321114733750_8043304666939530619_n
two5
fræðsla1

Sumarnámskeið Hafnarborgar

Sumarlistasmiðja Hafnarborgar

Í sumar verður boðið upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára í Hafnarborg. Farið verður í rannsóknarleiðangra og undirstöðuatriði myndlistar kynnt bæði í gegnum rannsókn umhverfisins, sýningarnar í safninu og með skapandi vinnu. Unnin verða skapandi verkefni í fjölbreytta miðla, teiknað, málað og mótað, með það að markmiði að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu barnanna.

Í boði eru tvö námskeið fyrir aldurshópana 6- 9 ára og 10-12 ára. Hvert námskeið um sig fjallar um ólíkt þema þannig að hægt er að taka þátt í fleiri en einu.

Boðið verður upp á eftirfarandi námskeið:

9. – 16. júní kl. 9 – 12, fyrir 6 – 9 ára,
6 dagar kr. 13.000

9. – 16. júní kl. 13 – 16, fyrir 10 – 12 ára,
6 dagar kr. 13.000

20. júní – 1. júlí kl. 9 – 12, fyrir 6 – 9 ára,
10 dagar kr. 19.000

20. júní – 1. júlí kl. 13 – 16, fyrri 10 – 12 ára,
10 dagar kr. 19.000

Námskeiðsgjald er 13.000 eða 19.000 krónur eftir lengd námskeiðs.

Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Skráning fer fram á www.frístund.is
eða á http://ibuagatt.hafnarfjordur.is/MaritechRegistrations/

Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu safnsins,www.hafnarborg.is, í síma 585-5790, eða í gegnum tölvupóst,hafnarborg@hafnarfjordur.is.

1_ISK_inngangur_02

Íslenska kaffistofan opnar í Hafnarborg

Undirritaður hefur verið samningur við Íslensku Kaffistofuna um að taka við veitingasölu í Hafnarborg. Þeim verður tekið fagnandi og munu þau hefja starfsemi sína hér á fyrstu hæð safnsins í júní.

lilja-featureimage

Næstu hádegistónleikar 3. maí

Hádegistónleikar í Hafnarborg verða næst haldnir þann 3. maí. Þá mun Lilja Guðmundsdóttir sópransöngkona koma fram ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara og listrænum stjórnanda Hádegistónleikana.

Að þessu sinni var ákveðið var að sleppa hádegistónleikunum í apríl sökum tæknilega flókinnar sýningar í aðalsal Hafnarborgar sem erfitt er að hliðra til með góðu móti.

umgerd-featureimage

Skólahópar velkomnir

Hafnarborg býður nemendahópa úr grunn- og framhaldsskólum velkomna til fræðslu og leiðsagnar um sýninguna Umgerð sem nú stendur yfir í aðalsal Hafnarborgar.

Hugsteypan er samstarf listamannanna Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhannesdóttur en þær hafa starfað saman frá árinu 2008. Sýningin Umgerð  er sérstaklega aðlöguð að sýningarrými Hafnarborgar þar sem margvíslegum efniviði er blandað við málaða fleti og ljósmyndir og lýsingu sem kalla fram ótal mismunandi sjónarhorn. Nemendur eru leiddir um sýninguna og þeir sem svo eru búnir eru hvattir til þess að fanga áhugaverð sjónarhorn á síma og snjalltæki sín og gerast þannig þátttakendur í verkinu. Lánstæki er í boði fyrir yngri nemendur. Með því svo að deila myndunum í gegnum samfélagsmiðla hafa áhorfendur áhrif á þróun verksins þar sem myndirnar varpast jafnóðum inní sýningarrýmið og verða hluti af innsetningunni. Sýningin mun standa til 22. maí.

Markmið safnfræðslu í Hafnarborg er að hvetja gesti til umhugsunar um myndlist, skapa vettvang til umræðu um list og læra af listamönnum um ólík þekkingarsvið. Myndlist er víðtæk og margslungin og ekki bundin við listnámsgreinar fremur en aðrar námsgreinar og námssvið.

Heimsókn í safnið miðar að fræðslu sem sniðin er að hverjum aldurshóp. Okkur í Hafnarborg langar sérstaklega að bjóða nemendum efstu bekkja grunnskólanna til okkar á sýninguna, Umgerð.

Hægt er að bóka heimsókn með því að senda tölvupóst á hafnarborg@hafnarfjordur.is eða í síma: 585 5790.