agusta-featureimage

Söfn á undarlegum stöðum – Hlaðvarp

Museums in Strange Places er hlaðvarp um söfn og safnamenningu á Íslandi. Hanna Hethmon heimsótti Hafnarborg og spjallaði við Ágústu Kristófersdóttur, forstöðumann. Upplýsingar um hlaðvarpið má finna hér en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

syningarfeatureimage

Kveðja frá Hafnarborg

HFB_jolakvedja_des2017_03.indd
il_340x270.525172035_al3o

Opnunartími um jól og áramót

Hefðbundinn opnunartími verður í Hafnarborg fram að jólum en síðasti sýningardagur sýninganna Japönsk nútímahönnun 100 og Með augum Minksins verður á Þorláksmessu, laugardaginn 23. desember.

Safnið verður svo lokað fram að næstu sýningaropnun sem verður laugardaginn 20. janúar 2018.

Þorláksmessa, 23. desember – opið frá kl. 12–17.
24. desember–19. janúar – LOKAÐ.
Laugardagur, 20. janúar – sýningaropnun kl. 15.
Sunnudagur, 21. janúar – opið frá kl. 12 – 17.

ugh

Kærleikskúlan 2017

Kærleikskúlan Ūgh & Bõögâr eftir Egil Sæbjörnsson er nú fáanleg í safnbúð Hafnarborgar til 20. desember 2016.

Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóði til starfsins í Reykjadal en þar dvelja fötluð börn og ungmenni í sumarbúðum og um helgar yfir vetrartímann. Dvölin í Reykjadal er börnunum og fjölskyldum þeirra afar mikilvæg. Mikið er lagt upp úr því að börnin njóti dvalarinnar til hins ýtrasta, þau upplifi ævintýri og skemmti sér í hópi jafnaldra.

Svona lýsir Egill Sæbjörnsson því hvernig Kærleikskúla ársins varð til:

 

Kærleikskúlan er blásin glerkúla tær eins og kærleikurinn með borða í rauðum lit, lit lífskrafts og gleði, jóla og vináttu. Eins og mennirnir eru engar tvær kúlur nákvæmlega eins en allar fallegar, hver á sinn hátt.

Kúlan Egils Sæbjörnssonar bætist í fjölbreytt safn af Kærleikskúlum sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur gefið út fyrir jólin síðan 2003. Fjölmargir listamenn hafa lagt málefninu lið í gegnum árin og því eru kærleikskúlurnar fjölbreytt safn listaverka. Listamennirnir hafa allir gefið vinnu sína og þannig stutt dyggilega við starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna.

 

Boogar_530x@2x

Allir þeir söluaðilar sem selja Kærleikskúluna gera það án þóknunar og leggja því málefninu mikilvægt lið.

jol2017-featureimage-red

Syngjandi jól 2017

Laugardaginn, 3. desember verða Syngjandi jól haldin í Hafnarborg líkt og fyrri ár. Þá fyllist Hafnarborg af söng og hátíðaranda er fjölmargir kórar Hafnarfjarðar skipaðir söngfólki á öllum aldri koma saman. Dagskráin hefst kl. 10:40 og lýkur kl. 15:40. Syngjandi jól eru nú haldin í tuttugasta og fyrsta sinn en verkefnið er samstarfsverkefni skrifstofu fræðslu- og frístundarþjónustu Hafnarfjarðar, Jólaþorpsins og Hafnarborgar.

Vegna tónleikanna eru sýningar Hafnarborgar lokaðar þennan dag.

Dagskrána má sjá hér að neðan:

Syngjandi jól 2017
bokabud-featureimage

Safnbúð Hafnarborgar

Í safnbúð Hafnarborgar má finna fallegar listrænar bækur og sýningarskrár. Þar má finna yfir 50 bókatitla á hagstæðu verði auk vandaðra póstkorta og veggspjalda. Safnverslunin er opin á opnunartíma Hafnarborgar, alla daga nema þriðjudaga, frá klukkan 12 – 17.

DSCF3161-17sm
DSCF3160-16sm
DSCF3166-22sm
námskeið-featureimage

Listasmiðjur í vetrarfríi 19. og 20. október

Vetrarfrí verður í skólum hafnarfjarðar dagana 19. og 20. október og að því tilefni býður Hafnarborg börnum að taka þátt í skemmtilegum listasmiðjum báða dagana frá kl. 13 til 15. Smiðjurnar eru tvær og hægt að mæta báða dagana eða annan hvorn daginn. Umsjón með listasmiðjunum hefur myndlistarkonan Irene Hrafnan. Mælst er með því að börn komi í fylgd fullorðinna.

Aðgangur er ókeypis.

Fimmtudagur 19. október kl. 13 – 15
Tilraunastofa í teikningu

Getur teikning verið leikur eða tilraun eða kannski hreyfing? Við gerum tilraunir með teikningu og allskyns skemmtileg og óhefðbundin verkfæri í leik. Skoðum munstur og form og gerum prufur með endurtekningu á litla og stóra fleti.

Föstudagur 20. október kl. 13 – 15
Kortagerð

Við skoðum kort og kortagerð og veltum fyrir okkur hvað er hægt að yfirfæra í kort.
Staðir geta verið kort en hvað með hluti og orð. Er tildæmis hægt að búa til kort af veðrinu? Við vinnum með pappír og liti í þrívídd.

PAN mynd 1

Annarleikur – góðlátleg ádrepa um vatn og vitfirringu

Helgina 7. og 8. október verður sett upp tónleikhús fyrir alla fjölskylduna í Hafnarborg. Þar bregður Stúlknakór Reykjavíkur sér í ótrúlegustu hljóðgervi og syngur nokkur hugljúf lög í bland. Sýningin  var sett upp í Gautaborg árið 2012 og fékk þar einstaklega góða dóma. Jón Svavar Jósefsson, söngvari, og leikararnir Álfrún Örnólfsdóttir og Arnar Dan Kristjánsson leiða okkur um þessa sögu sem er full af gáska þótt undirtónninn sé grafalvarlegur. Á sviðinu stendur jafnframt fjögurra manna hljómsveit þar sem spilað er á rafhörpu, rafgígju, risablokkflautu og slagverk.

Verkið er byggt á leikriti eftir Norðmanninn Finn Iunker.
Atli Ingólfsson samdi tónlistina.
Búningar voru hannaðir af Christinu Lindgren.
Leikstjórn annaðist Svante Aulis Löwenborg.

Hljóðfæraleikarar:
Katie Buckley, harpa,
Kristín Þóra Haraldsdóttir, víóla,
Anna Petrini, blokkflautur,
Frank Aarnink, slagverk.

Sýningartímar:
Laugardag 7. október kl. 18:00
Sunnudag 8. október kl. 18:00

Miðaverð:
Fullt verð: kr. 3.000
Eldri borgarar og námsmenn: kr. 1.500
Börn yngri en 18 ára: 1.000

 

Miðasala er í síma 585 5790 og  í afgreiðslu Hafnarborgar viku fyrir sýningu.

haust-featureimage

Haustsýning Hafnarborgar 2018 – Kallað eftir tillögum

Eins og undanfarin ár gefst sýningarstjórum tækifæri til að senda inn tillögur að sýningu í Hafnarborg haustið 2018. Sýningin Málverk – ekki miðill sem nú stendur yfir í safninu var valin úr athyglisverðum tillögum sem sendar voru inn á síðasta ári. Markmiðið með því að óska eftir innsendum tillögum er að fá tækifæri til að velja til samstarfs sýningarstjóra sem leggur fram áhugaverða tillögu að sýningu en jafnframt að kalla til leiks nýtt fólk. Þannig er sérstaklega hugað að því að veita tækifæri sýningarstjórum með stuttan feril að baki. Það hefur sýnt sig að fyllsta ástæða er til að halda úti slíku verkefni, en út frá því hafa orðið til fjölbreyttar og áhugaverðar sýningar sem vakið hafa athygli og verið vel sóttar.

Óskað er eftir hugmyndum að samsýningum þar sem viðfangsefni, vinnuaðferð eða aðrar hugmyndir tengja verk listamanna en einnig koma til greina sýningar sem fela í sér greiningu eða sýn á verk ákveðins listamanns. Jafnt koma til greina sýningar á verkum samtímalistamanna og sýningar sem fela í sér sögulega greiningu.

Frestur til að skila inn tillögum hefur verið framlengdur um tvær vikur og rennur út sunnudaginn 12. nóvember 2017. Aðeins er tekið við efni rafrænt á netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is

Umsóknarferlið er tvískipt.

1. Hluti

Í fyrri umferð er óskað eftir eftirfarandi upplýsingum:

– Lýsing á verkefninu þar sem lögð er áhersla á hugmyndina að baki sýningunni. Hámark 1000 orð.
– Ferilskrá sýningarstjóra.
– Stuttar ferilskrár listmanna / listamanns og annarra sem lagt er til að verði hluti af sýningarverkefninu.

Gefið eins nákvæma lýsingu og unnt er en virðið uppgefinn orðafjölda. Ekki er tekið við sýningarskrám, myndefni eða dvd-diskum í fyrstu umferð. Kynnið ykkur húsnæði Hafnarborgar áður en tillögur eru sendar inn. Listráð Hafnarborgar metur innsendar tillögur ásamt forstöðumanni og velur tillögur til frekari skoðunar.

2. Hluti

Sýningarstjórum sem eiga tillögurnar sem valdar eru til frekari skoðunar er boðið að kynna hugmyndir sínar og senda inn ítarefni s.s. sýningarskrár, myndefni eða dvd-diska auk þess sem vinna þarf að raunhæfri fjárhagsáætlun fyrir sýninguna. Haustsýningin 2016 verður valin úr þessu úrtaki fyrir 2. janúar 2016.

Sendið tillögur á netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is. Send verður staðfesting á því að tillagan hafi borist. Vinsamlega hafið samband ef staðfesting berst ekki. Allar niðurstöður verða sendar með tölvupósti.

Með því að kalla eftir tillögum er verið að opna fyrir nýja sýn á myndlist en jafnframt gefa nýjum sýningarstjórum tækifæri til að vinna sýningar. Reiknað er með að sýningin og vinnan við hana falli að fjárhagsáætlun safnsins eða að leitað verði leiða til að fá sérstakan stuðning við verkefnið.

Við mat á tillögum verður skoðað:

– Val á listamönnum.
– Hvort sýningin kynni nýstárlega sýn á myndlist – innihald og/eða miðla.
– Hvort verkin á sýningunni eru ný eða eldri verk eða blanda nýrra og eldri.
– Hvort sýningin hafi sérstaka skírskotun til Hafnarborgar þ.e. safneignar, umhverfis, bæjarlífs  osfrv.
– Hvort sýningin nýti rými Hafnarborgar á frumlegan hátt.
– Ferill sýningarstjóra (frekar er verið að leita eftir sýningarstjórum sem ekki eiga langan feril að baki).
– Tillögur að dagskrá í tengslum við sýninguna (leiðsögn, málþing, námskeið).
– Tillögur að hugsanlegri útgáfu.
– Að kostnaður við verkefnið sé innan viðráðanlegra marka (nánari útfærsla kostnaðar er í síðari hluta ferlisins).

Teikningar af sölum Hafnarborgar eru hér fyrir neðan. Þær eru til viðmiðunar við undirbúning tillagna en ekki er ætlast til að sýningar séu hannaðar nákvæmlega inn í rýmið.

Grunnmynd-af-öllum-sölum

Sendið tillögur á netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is

Merkið póstinn Haust 2018.

Nánari upplýsingar í síma Hafnarborgar 585 5790.

grænHB-featureimage

Græn Hafnarborg – skrá á póstlista.

Hafnarborg er umhugað um umhverfið og einbeitir sér þessa dagana að því að minnka pappírsnotkun í starfsemi sinni. Með því að skrá ykkur á póstlistann getur þú fengið sent rafrænt boðskort á hverja sýningu ásamt tilkynningum um spennandi viðburði hjá safninu. Neðst á forsíðu heimasíðu Hafnarborgar er hægt að skrá sig á póstlistann.

Takk fyrir að standa með umhverfinu.