FAA strond

Sýningin MENN framlengd til 25. maí

Sýningin MENN verður framlengd til mánudagsins 25. maí.

Sýningin MENN beinir sjónum að stöðu karla við upphaf 21. aldar og þeim breytingum sem orðið hafa á högum þeirra í ljósi breyttrar stöðu kvenna.

Á sýningunni eru verk eftir fjóra karllistamenn í fremstu röð, þá Curver Thoroddsen, Finn Arnar Arnarson, Hlyn Hallsson og Kristinn G. Harðarson. Verkin sem valin hafa verið til sýningar eru unnin í fjölbreytta miðla bæði video-verk, ljósmyndir, málverk, teikningar og útsaumsverk. Í verkunum takast listamennirnir á við spurningar um stöðu karla innan fjölskyldu hvað varðar hugmyndir um þátttöku í heimilislífi, ábyrgð á afkomu og uppeldi barna. Jafnframt verða á sýningunni verk sem sækja myndefni á slóðir sem fyrir mörgum eru dæmigerðar fyrir konur og þeirra reynsluheim.

Verkin vekja upp áleitnar spurningar um karlmennsku og hugsanlega misvísandi skilaboð frá umhverfi og samfélagi. Megineinkenni verkanna er þó sú nánd sem lesa má úr afstöðu listamannanna til fjölskyldu og barna um leið og í sumum verkanna má greina tilvistarkreppu.

Nánar um sýninguna hér.

Jónína Guðnadóttir2

Upptökur frá málþingi Jónínu Guðnadóttur

Sunnudaginn 10. maí var síðasti dagur sýningarinnar Vörður með verkum Jónínu Guðnadóttur. Þann 12. apríl var haldið áhugavert og fræðandi málþing um verk hennar og feril þar sem Pétrún Pétursdóttir og Ólöf K. Sigurðardóttir ræddu við listakonuna.

Hér má sjá upptökur af málþinginu.

Meira um sýninguna hér.

Snorri og Pétur - Norðurbakki

Bjartir dagar, Heima og Sumardagurinn fyrsti

Það verður mikið um dýrðir á menningarhátíð Hafnarfjarðar Björtum dögum sem haldnir verða dagana 22.-26. apríl.  Á síðasta degi vetrar syngja fjórðu bekkingar inn hátíðina og sumarið, listamenn bjóða heim á Gakktu í bæinn og Heimahátíðin verður haldin í 13 heimahúsum í miðbænum.

Sumri verður fagnað með fjölskyldudagskrá á Sumardaginn fyrsta og á Björtum dögum koma fram fjölmargir listamenn auk þess sem félagsmiðstöðvar taka virkan þátt í hátíðinni.  Þá munu leikskólarnir að venju skreyta bæinn með verkum sínum.

Sjá dagskrána hér að neðan:


Miðvikudagur 22. apríl – Síðasti vetrardagur

10 Fjórðubekkingar syngja inn sumarið. Nemendur allra grunnskólanna hittast á Thorsplani og syngja nokkur lög.

13-16:30 Handverkssýning í Hraunseli, Félagi eldri borgara Flatahrauni 3. Sýningin er einnig opinn 23. og 24. apríl.

13.30-17. Frístundaheimilin okkar, opnun á sýningu á Strandgötunni, á Kaupfélagsreitnum milli Strandgötu og Fjarðar. Sýningin er samvinnuverkefni allra frístundaheimila í Hafnarfirði þar sem lögð var áherslu á að hver og einn er einstakur en saman myndum við eina heild.

14 – 17.30. Velkomin í opið hús hjá Fjölgreinadeild Lækjarskóla, Menntasetrinu við Lækinn. Nemendur sýna fjölbreytt verk þar sem áhugi og hugmyndaauðgi blómstra. Kaffi og heimabakað á vægu verði.

19:45-23 HEIMA, tónlistarhátíð Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar í heimahúsum. Tónlistarhátíðin HEIMA haldin í annað sinn. Á HEIMA spila 13 hljómsveitir í 13 HEIMA-húsum í miðbæ Hafnarfjarðar.   Hver konsert er u.þ.b. 40 mínútur.
Eivör Pálsdóttir ásamt hljómsveit, KK, Lúðrasveit Þorlákshafnar ásamt leynigesti, Berndsen, Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson, Dimma, Herbert Guðmundsson og Hjörtur Howser, Jens Hansson, Janis Carol, Langi Seli og Skuggarnir, Jón Jónsson og Friðrik Dór, Margrét Eir og Thin Jim, Emmsjé Gauti & Agent Fresco, Ragga Gísla & Helgi Svavar, Kiriyama Family. Miðasala er hafin á www.midi.is – miðaverð kr. 4.900
18-22 Gakktu í bæinn. Kíktu í heimsókn til listamanna:  

Dvergshúsið (gengið inn frá Brekkugötu)  Jórunn, Helgi, Lovísa og María Aldís bjóða öllum að koma í heimsókn.   Einnig opið á Sumardaginn fyrsta frá 14-18 og föstudag 18-22 og laugardag (14-18). Börnin fá að spreyta sig á því að mála.

Opið hús hjá Sól Sýningargarði Óseyrabraut 27. Kynning á Ljósberg hönnunarlínunni sem samanstendur af ljósum úr stuðlabergi, bekkjum og borðum. Sólgarður.is

 

Fimm í Firðinum Hulda Hreindal Sig., Kristbergur Pétursson, Zhiling Li, Dagbjört Jóhannesdóttir og Oddrún Pétursdóttir sýna verk sín í Gallerý Firði 2.hæð Verslunarmiðstöðinni Firði. ATH. opnun kl.16:00. Sýningin stendur til 30. apríl.

Íshús Hafnarfjarðar, Strandgata 90. Alls eru nú 23 vinnustofur í gamla frystihúsinu við höfnina og starfsemin er fjölbreytt, m.a. textílhönnun, hnífasmíði, myndlist, trésmíði, keramikhönnun og þrívíddarverkstæði. Á Björtum dögum kynnum við til sögunnar Pop-up verzlun Íshúss Hafnarfjarðar auk þess sem ungir listamenn frá leikskólanum Álfasteini sýna verk sín. Verið velkomin.

Soffía Sæmundsdóttir, Fornubúðum 8, opnar sýninguna Sögusvið. Ný málverk, léttar veitingar og sagnaandi. Gestir spreyta sig á að segja frá sögusviði í tiltekinni mynd og í lok Bjartra daga verða veitt verðlaun fyrir áhugaverðasta sögusviðið. Sýningin er opin fim-sun frá 14-17 og stendur til 10. maí.

Gára handverk. Fornubúðum 8, við smábátahöfnina í Hf. Fallegir handmótaðir leirmunir.  Einnig opið á Sumardaginn fyrsta frá 13-17. Heitt á könnunni.

Opið í Gallery Múkka Fornubúðum 8 við Flensborgarhöfn milli 18-22. Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýnir verk sín. Allir hjartanlega velkomnir að líta inn.

Opið í gömlu Prentsmiðjunni á Suðurgötu 18. Í húsinu eru 2 vinnustofur þar sem 8 listamenn hafa komið sér fyrir, hver með sína sérstöðu.

Opið í Byggðasafni Hafnarfjarðar, aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

 

Vor í lofti  Tónleikar í Hafnarborg kl. 20.00
bjartir dagar

Camerarctica ásamt Hönnu Dóru Sturludóttur söngkonu.

Miðaverð kr. 2500 og 1250 fyrir nemendur, eldri borgara og öryrkja.

Dagskráin samanstendur af ljóðum og textum sem bera vor og sumar í lofti. Flutt verða sönglög fyrir söngrödd, klarinettu og píanó eftir tónskáld rómantíska tímabilsins, þá Louis Spohr og Johannes Brahms og “Sumarskuggar”eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Einnig hljómar á tónleikunum Tríó eftir Aram Khachaturian fyrir klarinettu, fiðlu og píanó sem byggir á armenskum þjóðlögum og fjörugum dönsum og himnasöngurinn”Wir geniessen die himmlischen Freuden” úr fjórðu sinfóníu Mahlers verður fluttur í glæsilegri útsetningu fyrir fyrir sópran, klarinettu og píanó.

Í lokin flytur hópurinn nokkur af ljóðum Jónasar Hallgrímssonar við tónlist Atla Heimis Sveinssonar þ.á.m. Dalvísu, Heylóarvísu og Vorvísu.

Sjá nánar um tónleikana hér.


Fimmtudagur 23. apríl – Sumardagurinn fyrsti

8-17 Ókeypis í sund í Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug. Opið frá kl. 8-17.

11 Víðavangshlaup Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni. Keppt er í 7 aldursflokkum.

11-17 Opið í Byggðasafninu. Ókeypis aðgangur.

12-21 Opið í Hafnarborg. Ókeypis aðgangur.

12-17. Íshús Hafnarfjarðar, Strandgata 90. Við kynnum til sögunnar Pop-up verzlun Íshúss Hafnarfjarðar. Verið hjartanlega velkomin.

13 Skátamessa í Víðstaðakirkju.

13:45 Skrúðganga frá Víðistaðakirkju sem endar í miðbæ Hafnarfjarðar.

14-16 Fjölskyldudagskrá á Thorsplani í umsjá Hraunbúa. Lúðrasveit, Kór Flensborgarskólans, söngleikur Víðistaðaskóla, Laddi og Zumba. Fögnum sumri saman.

15 Bjartmar á Björtum dögum. Opnun á málverkasýningu  Bjartmars Guðlaugssonar „Hljómsveit hússins“ í anddyri Bæjarbíós.     Sýningin verður í Bæjarbíói á til og með 26. apríl. Opið frá 13-17 og aðgangur ókeypis.
Tónlistarmaðurinn og listmálarinn Bjartmar Guðlaugsson verður á Björtum dögum í Hafnarfirði.

Sýningin verður í andyri Bæjarbíós við Strandgötu og auðvitað eru allir velkomnir.

Myndlistarferill Bjartmars hófst í æsku í Myndlistarskóla Vestmannaeyja hjá Páli Steingrímssyni, Magnúsi Á. Árnasyni, Þórði Ben Sveinssyni og Sigurfinni Sigurfinnssyni frá Fagradal. Bjartmar stundaði myndlistarnám í Odense, Danmörku hjá Bendt Veber rektor í Det Fynske kunstakademi árin 1992-1997, rak þar vinnustofu og tók þátt í dönsku myndlistarlífi með fjölda sýninga.  Árið 2011 gaf Bjartmar út bókina ”Háseta vantar á bát” í tilefni Hátíðar hafsins með ljóðum, örsögum og myndum.  Bjartmar hefur sýnt víða um land en síðast sýndi hann á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum 2013.


Hafnarborg
Bæjarmynd á Björtum dögum – opnun kl 17.00

Pétur og Snorri - Flensborgarhöfn

Á sumardaginn fyrsta sýnum við Hafnarfjörð í fallegum búningi þeirra Snorra Þórs Tryggvasonar og Péturs Stefánssonar. Þeir eru höfundar afar vandaðs handteiknaðs korts af miðbæ Hafnarfjarðar sem Hafnarfjarðarbær fékk þá til að teikna og var nýtt í ferðamannabækling. Kortið sýnir hús, gróður og landslag í bænum. Það samanstendur af 30 vatnslituðum myndum sem unnar voru á sex mánaða tímabili. Þessar upprunalegu vatnslitamyndir verða nú til sýnis og sölu í safnverslun Hafnarborgar í samstarfi við Spark, hönnunargallerí frá 23. apríl – 18. júní.

Sjá nánar um viðburðin hér.


Opið í Hafnarborg frá kl 12.00 – 21.00. Ókeypis aðgangur. Tvær sýningar standa yfir:

Jónína Guðnadóttir2

Vörður er einkasýning Jónínu Guðnadóttur í Sverrissal Hafnarborgar. Í verkunum á sýningunni Vörður leitar Jónína Guðnadóttir (f. 1943) aftur til bernsku sinnar og mótunarára um miðja síðustu öld. Hún finnur hugmyndum sínum form í skúlptúrum og veggverkum þar sem saman fara fjölbreyttur efniviður á borð við steinsteypu, gler og leir. Jónína hefur þróað sjálfstætt myndmál í listaverkum sínum sem bera þekkingu hennar á leirnum gott vitni um leið og einstakt formskyn og hugmyndauðgi eru áberandi.

Sjá nánar um sýninguna hér.

FAA strond

MENN er sýning sem beinir sjónum að stöðu karla við upphaf 21. aldar og þeim breytingum sem orðið hafa á högum þeirra í ljósi breyttrar stöðu kvenna. Á sýningunni eru sýnd verk eftir fjóra karllistamenn í fremstu röð, þá Curver Thoroddsen, Finn Arnar Arnarson, Hlyn Hallsson og Kristinn G. Harðarson. Verkin sem valin hafa verið til sýningar eru unnin í fjölbreytta miðla bæði video-verk, ljósmyndir, málverk, teikningar og útsaumsverk.

Sjá nánar um sýninguna hér.


19:30-21:30 Stofutónleikar að Selvogsgötu 20. Guido Bäumer saxófónleikari og Aladár Rácz píanóleikari leika klassíska tónlist frá Rússlandi, Ungverjalandi, Austurríki,  Þýskalandi og Tékklandi.  Smá veitingar í hléi. Aðgangur ókeypis.

20-22 Undirleikar.   Menningarviðburður fyrir ungt fólk í Hafnarfirði. Ungmennahúsið stendur fyrir tónleikum í undirgöngum Setbergs og Kinnahverfis. Einnig verður myndlistarsýning í Ungmennahúsinu Húsinu, Staðarbergi 6.

20 Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir Ubba kóng, skrípaleik í mörgum atriðum í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.  Miðaverð kr. 2.500 kr. Sýnt er í Gaflaraleikhúsinu, Víkingastræti 2

Baugar&Bein/Skulls&Halos kynnir nýja línu og einnig glæný verk eftir Zisku.  Verslunin verður opin til 20:00 í tilefni dagsins.


Föstudagur 24. apríl

15-17 Frístundaheimilin í Hafnarfirði bjóða foreldrum og aðstandendum upp á kaffi og listasýningu á þemavinnu síðastliðna vikna með þemað Frístundaheimilið okkar.

17:30 Afhending styrkja í Hafnarborg. Menningar – og ferðamálanefnd veitir styrki til viðburða og menningarstarfsemi. Allir velkomnir.

  1. Tónleikar í Víðistaðakirkju, Karlakórinn Þrestir ásamt Magnúsi Eiríkssyni og hljómsveit. Flutt verða vinsæl lög frá ferli Magnúsar. Miðaverð kr. 3500.

20-22 Hafnarfjörður hefur hæfileika. Hæfileikakeppni félagsmiðstöðva haldin í íþróttahúsi Lækjarskóla. Frítt inn.

20 Konubörn í Gaflaraleikhúsinu. Miðaverð kr. 2.500.

21 Bjartmar á Björtum. Tónleikar með Bjartmari Guðlaugssyni í Bæjarbíói. Miðaverð kr. 2500.


Laugardagur 25. apríl

11 Vorganga Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Gengið verður um skóginn í Gráhelluhrauni. Mæting á bílastæðinu við Gráhelluhraunsskóg á móts við hesthúsin í Hlíðarþúfum.  Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund. Nánar á www.skoghf.is

12-16 Mótorhúsið opið hús.

13:30 Komdu að syngja. Samsöngur og einsöngur á Kænunni. Ólafur B. Ólafsson kennari mætir með nikkuna og slær á létta strengi ásamt dóttur sinni Ingibjörgu Aldísi sópransöngkonu. Ókeypis aðgangur. Veitingasala í gangi meðan viðburður stendur yfir.

14 Húsaganga Byggðasafnsins með arkitektinum Páli V. Bjarnasyni sem um tíma var formaður Byggðaverndar í Hafnarfirði. Lagt af stað frá Byggðasafninu, Vesturgötu 6.

  1. Karlakórinn Þrestir ásamt Magnúsi Eiríkssyni og hljómsveit. Tónleikar í Víðistaðakirkju. Flutt verða vinsæl lög frá ferli Magnúsar, Jón Kristinn Cortez hefur útsett lögin fyrir kór og hljómsveit. Miðaverð kr. 3500.

17 Andrés Þór með jazztónleika í Fríkirkjunni. Gítarleikarinn og bæjarlistamaður síðasta árs Andrés Þór leikur ásamt kvartett sínum lög úr eigin smiðju.   Kvartettinn skipa auk Andrésar þeir Agnar Már Magnússon á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Miðverð kr. 2000.

20 Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir Ubba kóng, skrípaleik í mörgum atriðum í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.  Miðaverð kr. 2.500 kr. Sýnt er í Gaflaraleikhúsinu, Víkingastræti 2.

 


Sunnudagur 26. Apríl

13 Gaflaraleikhúsið sýnir Bakaraofninn. Tilvalið fyrir alla fjölskylduna. Miðaverð kr. 3900.

21 Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir Ubba kóng, skrípaleik í mörgum atriðum í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.  Miðaverð kr. 2.500 kr. Sýnt er í Gaflaraleikhúsinu, Víkingastræti 2

 

Leikskólalist – samstarfsverkefni leikskólanna. Leikskólabörn hafa ávallt tekið virkan þátt í Björtum dögum og skreyta fyrirtæki, verslanir og stofnanir í Hafnarfirði með list sinni.

Arnarberg Verslunarmiðstöðin Fjörður
Álfaberg Súfistinn
Álfasteinn Heilsugæslan Firði
Bjarmi Félagsþjónustun
Hamravellir Ásvallalaug
Hjalli Þjónustuver Hafnarfjarðar/Bókasafnið??
Hraunvallaskóli Haukahúsið
Hvammur Suðurbæjarlaug
Hörðuvellir Sólvangur
Norðurberg Hrafnista
Stekkjarás Heilsugæslan Sólvangi, ekki þó á Björtum dögum, heldur seinna, þegar opnunartíminn er meiri
Tjarnarás Bókasafn Hafnarfjarðar
Vesturkot Golfskálinn
Víðivellir Hjallabraut 33
Hlíðarberg Snælandvideo Setbergi
Hlíðarendi Ísbúð Vesturbæjar Setbergi
Brekkuhvammur Bókasafnið

 

 

 

 

 

Fjörufræði -)

Sumarlistsmiðjur í Hafnarborg

Í sumar verður boðið upp á listsmiðjur fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára í Hafnarborg. Í fyrra fylltist fljótt á námskeiðin sem eru bæði skemmtileg og uppbyggjandi. Farið verður í rannsóknarleiðangra og undirstöðuatriði myndlistar kynnt bæði í gegnum það að rannsaka umhverfið, sýningarnar í safninu og með skapandi vinnu. Unnin verða skapandi verkefni í fjölbreytta miðla, teiknað, málað og mótað, með það að markmiði að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu barnanna.

Í boði eru tvö námskeið fyrir aldurshópana 6- 9 ára og 10-12 ára. Hvert námskeið um sig fjallar um ólíkt þema þannig að hægt er að taka þátt í fleiri en einu. Umsjón hefur Sigurrós Svava Ólafsdóttir myndlistarmaður.

Boðið verður upp á eftirfarandi námskeið:

11. – 19. júní kl. 9 – 12, fyrir 6 – 9 ára,
6 dagar kr. 13.000 FULLT
11. – 19. júní kl. 13 – 16, fyrir 10 – 12 ára,
6 dagar kr. 13.000

22. júní – 2. júlí kl. 9 – 12, fyrir 6 – 9 ára,
9 dagar kr. 19.000
22. júní – 2. júlí kl. 13 – 16, fyrri 10 – 12 ára,
9 dagar kr. 19.000

Námskeiðsgjald er 13.000 eða 19.000 krónur eftir lengd námskeiðs.

Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Skráning og nánari upplýsingar í s. 585-5790 og í gegnum netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is

Jónína Guðnadóttir2

Opnunartímar um páska

Opnunartímar Hafnarborgar um páskana 2015 eru eftirfarandi:

Skírdagur: opið 12 – 21

Föstudagurinn langi: opið 12 – 17

Laugardagur 4.apríl : opið 12 – 17

Páskadagur: Lokað

Annar í páskum: opið 12 – 17

Aðgangur ókeypis

Uppsetning sýninga stendur yfir

Uppsetning stendur nú yfir í aðalsal og Sverrissal og því verður safnið lokað þangað til á laugardag 28. mars.

Þá munu tvær sýningar vera opnaðar. Í aðalsal Hafnarborgar verður sýningin MENN með verkum eftir fjóra karllistamenn, þá Curver Thoroddsen, Finn Arnar Arnarson, Hlyn Hallsson og Kristinn G. Harðarson. Í Sverrissal verður opnuð sýningin Vörður með verkum eftir Jónínu Guðnadóttur.

Verið velkomin á opnun sýninganna laugardaginn 28. mars kl. 15.

Sýningarlok Largo – presto

Sýningunni Largo – presto í Hafnarborg lýkur nú um helgina 21. – 22. mars.

Á sýningunni eru ný verk eftir Tuma Magnússon sem lengi hefur verið í fremstu röð íslenskra listamanna. Titill sýningarinnar Largo – presto er sóttur í stóra innsetningu sem einkennist af reglubundnum hljóðum og hreyfingu. Ólíkir taktar, hægir og hraðir, sameinast og verða að mótsagnakenndri upplifun af síbylju og kyrrð. Hamarshögg, bank í borð og fótatak eru á meðal þeirra hljóða sem sem hljóma um sali Hafnarborgar og mynda síbreytilegan takt sem svo ferðast um rýmið og tengist átta aðskildum myndflötum.

Verkin á sýningunni bera sterk höfundareinkenni Tuma en hann hefur frá upphafi ferils síns unnið með hversdagslega hluti eða athafnir sem hann sýnir þó ekki á hversdagslegan hátt. En viðfangsefni sín nálgast hann iðulega með einstakri næmni og oft á tíðum hárfínum húmor. Tumi kvaddi sér hljóðs á tímum nýja málverksins og hefur ætíð reynt á þanþol málverksins með því að tengja það rými eða færa lögmál þess um merkingarbæran myndflöt inn í heim kvikra mynda og hljóðs.

Sýningin sem nú er í Hafnarborg verður sett upp í MACMO samtímalistasafninu í Montevideo í Uruguay í október næstkomandi. Sýningin er studd af Statens Kunstfond.

Nánar um sýninguna hér.

hönnunarmars1

Dagskrá Hafnarfjarðar á Hönnunarmars

Í ár verða Hafnarborg, Íshúsið og Litla hönnunarbúðin þátttakendur í Hönnunarmars 2015 sem verður haldin dagana 12. – 15. mars. Kynnið ykkur dagskránna og og verið velkomin. Aðgangur er ókeypis.

 

Hafnarborg, Strandgötu 34

Á gráu svæði / Gray Area

David Taylor

Opnunartími: fimmtudag kl. 12-21, föstudag, laugardag og sunnudag kl. 12-17

Sýning á nýjum verkum skoska hönnuðarins David Taylor sem liggja á mörkum hönnunar og myndlistar. Hann er þekktur fyrir frumlega hönnun og óhefðbundið efnisval en hann sækir sérstaklega í ódýr og verðlaus efni á borð við steypu og gjall sem hann svo umbreytir í fágaða gripi.

Laugardag 7. mars kl. 15

Opnun sýningarinnar Á gráu svæði með verkum skoska hönnuðarins David Taylor.

Sunnudag 8. mars kl. 15 (í aðdraganda Hönnunarmars)

Samtal við hönnuð David Taylor ræðir við gesti safnsins um verk sín.

-Hönnunarmars hefst-

Fimmtudag 12. mars kl. 18

Samtal við hönnuð David Taylor ræðir við gesti safnsins um verk sín.
 

Föstudag 13. mars kl. 12.30

Hádegisleiðsögn þar sem veitt er innsýn í hugmyndaheim og vinnu David Taylor.
Sunnudag 15. mars kl. 15 

Leiðsögn um sýninguna þar sem fjallað verður um hugmyndir og efnisval hönnuðarins

 


Íshús Hafnarfjarðar við Flensborgarhöfn

Skapandi klasi

Opnunartími: fimmtudag kl. 12-21, föstudag, laugardag og sunnudag kl. 12-17

Kynning verður á starfsemi Íshúss Hafnarfjarðar sem er klasi vinnustofa og verkstæða úr ólíkum geirum hönnunar, iðnaðar og myndlistar. Í opnum vinnurýmum er meðal annars starfrækt hnífasmiðja, þrívíddarverkstæði, keramikvinnustofur, trésmiðja og textílverkstæði.

Fimmtudagur 12. mars kl. 18 – 21

Opið hús

Sunnudagur 15. mars kl. 13

Leiðsögn og spjall í Íshúsi Hafnarfjarðar

 

Litla Hönnunarbúðin, Strandgötu 17

Margrét Leópoldsdóttir

Sértu velkomin heim / Blow The Wind Westerly

Opnunartími: fimmtudag kl. 12-21, föstudag kl. 12-18, laugardag og sunnudag kl. 12-17

Hönnuður Golu & Glóru, Margrét O. Leópoldsdóttir rær á ný mið í hönnun sinni með textíllínu er hún nefnir Sértu velkominn heim. Innblásin af störfum sjómanna og fiskvinnslufólks teiknar hún myndir og mynstur sem hún yfirfærir á textíl með þrykki.


Sunnudaginn 15. mars kl. 14

Samtal við hönnuð Margrét Leópoldsdóttir kynnir hönnun sína.

kastari

Framköllun – sýningartímar og listamenn

Framköllun er verk Heklu Daggar Jónsdóttur og er sjálfstæður heimur þar sem sköpun, úrvinnsla, miðlun og viðtaka listaverks eiga sér stað í sama rými. Sýningarsalur Hafnarborgar hýsir nú lítinn bíósal, sviðsmyndir og leikmuni auk vinnslurýmis og búnaðar til að taka upp og vinna 16mm kvikmynd. Verkið er allt í senn skúlptúr, gjörningur og þátttökuverk þar sem Hekla Dögg kallar fram það afl sem býr í samstarfi skapandi einstaklinga en hún fær til liðs við sig ýmsa listamenn sem vinna stutt myndskeið sem síðan er skeytt saman í kvikmynd sem er sýnd í kvikmyndasal verksins.

 Á opnunartíma safnsins verður kvikmyndin sýnd á heila tímanum.

 


Eftirfarandi listamenn hafa komið að verki Heklu Daggar og tekið upp stutt myndskeið sem nú eru til sýnis á sýningunni:


Kolbeinn Hugi Höskuldsson
: !

Claudia Hausfeld: Disfigurement

Sigurður Guðjónsson

Erling TV Klingenberg

Gjörningaklúbburinn

Ásdís Sif Gunnarsdóttir

Unnar Örn J. Auðarson

Hannes Lárusson: Chief

Rakel Gunnarsdóttir

Hulda Stefánsdóttir

Sara Björnsdóttir

Ásta Fanney Sigurðardóttir

Curver: Aðlögun

Sunneva Weisshappel og Klāvs Liepiņš: Egg

Halldór Úlfarsson, Áki Ásgeirsson og Páll Ivan Pálsson: Verksmiðja 2015

Haraldur Jónsson

Óskar Kristinn Vignisson

Auður Ómarsdóttir

Sigga Björg Sigurðardóttir

Hildigunnur Birgisdóttir

Hrönn Gunnarsdóttir

Ingibjörg Sigurjónsdóttir

Ragnar Kjartansson

Bjargey Ólafsdóttir

Sirra Sigrún Sigurðardóttir

Lukka Sigurðardóttir

Þórdís Aðalsteinsdóttir

Katrín I. Hjördísardóttir

Ilmur Stefánsdóttir

Ragnheiður Gestsdóttir

Ólafur Sveinn Gíslason

Páll Banine

Hekla Dögg Jónsdóttir

aðalheiðurogaldís-featureimage

Haustsýning Hafnarborgar 2015 – vinningstillaga kynnt.

Nú hefur farið fram lokaval á tillögum að haustsýningu í Hafnarborg 2015 en það var tillaga Aðalheiðar Valgeirsdóttur og Aldísar Arnardóttur sem varð fyrir valinu. Sýningartillagan sem ber vinnutitilinn Heimurinn án okkar leiðir saman íslenska listamenn af ólíkum kynslóðum sem vinna með hugmyndir um alheiminn í verkum sínum. Sýningartillagan fjallar um tíma og rúm þar sem massi og kraftur koma saman og mörk fjarlægðar og nálægðar verða óræð. Það er því óhætt að segja að spennandi sýning er í vændum.

Í haust kynnti Hafnarborg í fimmta sinn, verkefni sem hafði það markmið að gefa sýningarstjórum kost á að senda inn tillögu að haustsýningu í Hafnarborg 2015. Höfundar tillaganna sem bárust eiga að baki ólíkan náms og starfsferil sem tengist myndlist og menningartengdum verkefnum en hafa þó ekki tekið að sér hlutverk sýningarstjóra áður. Það er síðan Listráð Hafnarborgar ásamt forstöðumanni sem fer yfir umsóknir og velur vinningstillöguna ár hvert.

Aðalheiður Valgeirsdóttir útskrifaðist af Grafíkdeild MHÍ 1982. Hún hóf ferill sinn sem myndlistarmaður með grafíkverkum og teikningum en sneri sér fljótlega alfarið að málverkinu í listsköpun sinni. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á landi og erlendis. Aðalheiður lagði stund á listfræði við Háskóla Íslands og hlaut þaðan BA gráðu árið 2011 og MA gráðu árið 2014. Lokaritgerð Aðalheiðar ber titilinn Pensill, sprey, lakk og tilfinning. Málverkið á Íslandi á 21. Öld.  Þar fjallar hún um eðli málverksins, nálgun íslenskra samtímalistamanna á því í listsköpun sinni og endurskilgreiningu málverksins með tilkomu nýrra miðla.

Aldís Arnardóttir útskrifaðist með MA gráðu í listfræði við Háskóla Íslands árið 2014 og hafði áður lokið þaðan BA prófi árið 2012. Í masters ritgerð sinni fjallar hún um norrænu myndlistarsýninguna Experimental Environment II sem haldin var að Korpúlfsstöðum árið 1980. Í störfum sínum hefur Aldís fengist nokkuð við skrif og hefur hún gert sýningartexta fyrir bæði listamenn og gallerí. Einnig sat hún í ritstjórn og skrifaði greinar fyrir Sirkústjaldið, vefrit rekið af MA –nemum í menningar greinum við íslensku- og menningardeild HÍ.