Gudrun Olafsdottir portrait-sm

Tónlistarnámskeið fyrir börn og fullorðna

Sönghátíð í Hafnarborg blæs til mikillar söngveislu dagana 7.–15. júlí 2018 með fjölda tónleika og námskeiða. Haldið er upp á aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands 2018 með því að bjóða upp á mikið úrval af íslenskri tónlist í alls konar mismunandi raddsamsetningum, frá gamalli þjóðlagatónlist til nýrra tónverka, að ógleymdri hinni erlendu tónlist sem mótaði hana – og okkur – frá barokktímanum til samtímans.

Á hátíðinni verður boðið upp á fjögur námskeið: master class fyrir unga söngvara og söngnemendur með Kristni Sigmundssyni, söngnámskeið fyrir áhugafólk með Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, tónlistar- og söngsmiðjur fyrir 6–12 ára börn með Ingibjörgu Fríðu og Sigurði Inga og íslenskt þjóðlaganámskeið með Báru Grímsdóttur og Chris Foster.

Sönghátíð í Hafnarborg var fyrst haldin sumarið 2017 og er þetta því í annað sinn sem hún fer fram. Hátíðin var stofnuð með það að markmiði að koma list raddarinnar á framfæri en listrænn stjórnandi er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og meðstjórnandi er Francisco Javier Jáuregui. Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðu Sönghátíðar í Hafnarborg.

_MG_9312-Edit

Master class með Kristni Sigmundssyni

Kristinn Sigmundsson kennir námskeið fyrir söngvara á miðstigi, framhaldsstigi eða í framhaldsnámi og unga atvinnusöngvara. Píanóleikari námskeiðsins er Matthildur Anna Gísladóttir. Fimmtudaginn 12. júlí kl. 20 koma virkir þátttakendur á master class námskeiðinu fram á opinberum tónleikum á Sönghátíð í Hafnarborg, ásamt píanóleikaranum Matthildi Önnu Gísladóttur. Tónleikarnir verða hljóðritaðir og fá þátttakendur eintak af upptökunni. Námskeiðið fer fram í aðalsal Hafnarborgar.

Mánudag 9. júlí–fimmtudag 12. júlí, kl. 9:30–16:30

Vinsamlegast athugið að fullt er á námskeiðið fyrir virka þátttakendur en hægt er að fylgjast með sem hlustandi.

Námskeiðsgjald fyrir hlustendur er 3.000 kr. á dag eða 6.000 kr. alla fjóra dagana.
Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Skráning fyrir hlustendur fer fram í gegnum netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is.

Vinsamlegast látið upplýsingar um nafn, kennitölu, símanúmer og netfang fylgja umsókninni.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu Sönghátíðar í Hafnarborg. Til að fá aðstoð við skráningu, vinsamlegast hafið samband í síma 585 5790 eða í gegnum netfangið info@songhatid.com.

Listrænn stjórnandi Sönghátíðar í Hafnarborg er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.

Funi-Bára-Grímsdóttir-and-Chris-Foster-1

Námskeið í íslenskum þjóðlagasöng

Á námskeiðinu Syngjum og kveðum saman verða sungnar og kveðnar stemmur, tvísöngslög og fleiri íslensk þjóðlög. Einnig verður hlustað á frumupptökur af lögum og horft á brot úr kvikmyndum en fyrst og fremst mikið sungið. Kenndar verða m.a. stemmur úr Segulböndum Iðunnar, nýrri bók með 160 lagboðum sem Kvæðamannafélagið Iðunn gaf út í maí síðastliðnum. Öll lögin verða kennd eftir heyrn og fólki er velkomið að hljóðrita. Einnig verða lögin til á nótum fyrir þá sem vilja. Námskeiðið fer fram í Apótekssal Hafnarborgar og er opið öllum. Kennarar eru Bára Grímsdóttir og Chris Foster.

Föstudag 13. júlí, kl. 17–19.

Námskeiðsgjald (2 klst.) er 5.000 kr.
Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Skráning fer fram í gegnum netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is.

Vinsamlegast látið upplýsingar um nafn, kennitölu, símanúmer og netfang fylgja umsókninni.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu Sönghátíðar í Hafnarborg. Til að fá aðstoð við skráningu, vinsamlegast hafið samband í síma 585 5790 eða í gegnum netfangið info@songhatid.com.

Listrænn stjórnandi Sönghátíðar í Hafnarborg er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.

Gudrun Olafsdottir portrait-sm

Söngnámskeið fyrir áhugafólk

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran, kennir námskeið fyrir áhugafólk um söng. Farið verður í ýmislegt varðandi söngtækni, svo sem líkamsstöðu, öndun, stuðning og sérhljóðamyndun, að syngja hreint, hátt og lágt, veikt og sterkt. Markmið námskeiðsins er að nemendur nái að njóta þess að syngja af enn meira frelsi en áður. Námskeiðið er tilvalið fyrir alla þá sem hafa gaman af því að syngja og vilja ná betra valdi á röddinni, eins og t.d. þá sem syngja í kór. Ekki er nauðsynlegt að hafa lært söng áður, verið í tónlistarskóla eða að kunna að lesa nótur. Aldurslágmark er 13 ár en aldurshámark er ekkert. Námskeiðið fer fram í Hafnarborg.

Laugardag 7. júlí, kl. 15–17
Sunnudag 8. júlí, kl. 15–17

Námskeiðsgjald (4 klst.) er 12.000 kr.
Innifalinn er einn boðsmiði (að andvirði 3.000 kr.) á eina tónleika að eigin vali á Sönghátíð í Hafnarborg 2018. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Skráning fer fram í gegnum netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is.

Vinsamlegast látið upplýsingar um nafn, kennitölu, símanúmer og netfang fylgja umsókninni.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu Sönghátíðar í Hafnarborg. Til að fá aðstoð við skráningu, vinsamlegast hafið samband í síma 585 5790 eða í gegnum netfangið info@songhatid.com.

Listrænn stjórnandi Sönghátíðar í Hafnarborg er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.

Songhatid-Smidja-Courses

Tónlistar- og söngsmiðjur fyrir 6–12 ára börn

Tónlistarsmiðja fyrir 6–9 ára

Á námskeiðinu verður aðaláhersla lögð á skapandi og skemmtilega vinnu með þjóðsögur og þjóðlög. Hvað er þjóðlag? Eru öll þjóðlög um tröllskessur og álfa? Er hægt að búa til þjóðsögu? Þátttakendur kynnast þjóðlögum og sögum frá Íslandi og öðrum löndum í gegnum leik, spuna og tónlistarvinnu með leiðbeinendum. Saman munu krakkarnir undirbúa atriði og koma fram á fjölskyldutónleikum Sönghátíðar. Námskeiðið er fyrir öll börn á aldrinum 6–9 ára, sem hafa gaman af sögum og tónlist, hvort sem þau hafa tónlistarbakgrunn eða ekki. Námskeiðið fer fram í Apótekssal Hafnarborgar. Kennarar eru Ingibjörg Fríða Sigurðardóttir, söngkona, og Sigurður Ingi Einarsson, trommuleikari.

Mánudag 9. júlí–föstudag 13. júlí, kl. 9–12
Laugardag 14. júlí, mæting kl. 16 fyrir tónleika kl. 17

Námskeiðsgjald er 17.ooo kr.
Innifaldir eru tveir miðar (að andvirði 3.000 kr. hvor, samtals 6.000 kr.) á tónleika á Sönghátíð í Hafnarborg laugardaginn 14. júlí kl. 17:00, þar sem börnin koma fram.

Söngsmiðja fyrir 1012 ára

Söngsmiðjan er fyrir krakka á aldrinum 10–12 ára, sem elska að syngja og spila tónlist. Þar fá þau þjálfun í að læra lög eftir eyranu, búa til eigin útsetningar, syngja í röddum, syngja í keðjusöng og að semja sín eigin lög. Íslensk þjóðlög og þjóðsögur verða rauður þráður í gegnum námskeiðið, enda hafa Íslendingar sungið sig í gegnum lífið í mörg hundruð ár. Þátttakendur kynnast þjóðlögum og sögum frá Íslandi og öðrum löndum í gegnum leik, spuna og tónlistarvinnu með leiðbeinendum. Saman munu krakkarnir undirbúa atriði og koma fram á fjölskyldutónleikum Sönghátíðar. Námskeiðið fer fram í Apótekssal Hafnarborgar. Kennarar eru Ingibjörg Fríða Sigurðardóttir, söngkona, og Sigurður Ingi Einarsson, trommuleikari.

Mánudag 9. júlí–fimmtudag 12. júlí, kl. 13–16
og föstudag 13. júlí, kl. 9–12
Laugardag 14. júlí, mæting kl. 16 fyrir tónleika kl. 17

Námskeiðsgjald er 17.ooo kr.
Innifaldir eru tveir miðar (að andvirði 3.000 kr. hvor, samtals 6.000 kr.) á tónleika á Sönghátíð í Hafnarborg laugardaginn 14. júlí kl. 17:00, þar sem börnin koma fram.

Skráning fer fram í gegnum netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is.

Vinsamlegast látið upplýsingar um nafn og kennitölu barns, nöfn foreldra eða forráðamanna, símanúmer og netfang fylgja umsókninni.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu Sönghátíðar í Hafnarborg. Til að fá aðstoð við skráningu, vinsamlegast hafið samband í síma 585 5790 eða í gegnum netfangið info@songhatid.com.

Listrænn stjórnandi Sönghátíðar í Hafnarborg er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.

sumarnámskeið-featureimage

Myndlistarnámskeið Hafnarborgar

Í sumar er boðið upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 6–12 ára í Hafnarborg. Farið verður í rannsóknarleiðangra og undirstöðuatriði myndlistar kynnt bæði í gegnum rannsókn á umhverfinu, sýningar í safninu og með skapandi vinnu. Unnin verða skapandi verkefni í fjölbreytta miðla – teiknað, málað og mótað – með það að markmiði að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu barnanna. Leiðbeinandi er Vigdís Hlíf Sigurðardóttir, grafískur hönnuður og sjónlistakennari.

Í boði eru þrjú vikulöng (5 daga) námskeið fyrir aldurshópana 6–9 ára og 10–12 ára. Hvert námskeið um sig fjallar um ólíkt þema því er hægt að taka þátt í fleiri en einu.

Boðið verður upp á eftirfarandi námskeið:

11.–15. júní
6–9 ára: kl. 9:00–12:00
10–12 ára: kl. 13:00–16:00

18. júní–22. júní
6–9 ára: kl. 9:00–12:00
10–12 ára: kl. 13:00–16:00

25. júní–29. júní
6–9 ára: kl. 9:00–12:00
10–12 ára: kl. 13:00–16:00

Námskeiðsgjald er 12.500 krónur fyrir hvert vikulangt námskeið.

  • Systkinaafsláttur: Fullt gjald er greitt fyrir eitt barn en 50% afsláttur er veittur af námskeiðagjaldi annarra systkina.
  • Vinsamlegast látið vita ef barn er með sérþarfir sem taka þarf tillit til.

Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Skráning fer fram í gegnum íbúagátt Hafnarfjarðarbæjar. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 585 5790 eða í gegnum netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is.

29983091_2166346410172887_1370367422894568932_o

Dagskrá Hafnarborgar á Björtum dögum 2018

Miðvikudagur 18. apríl
Kl. 17 Afhending menningarstyrkja og bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2018 kynntur.
Tilkynnt um hvaða Hafnfirðingur hlýtur nafnbótina Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2018 og menningarstyrkir bæjarins afhentir. Tónlistarmenn úr hópi styrkhafa flytja tónlist við athöfnina og að henni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.
Kl. 19:30 Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar leikur fyrir börn og fullorðna.
Flutt verður sagan Tindátinn staðfasti eftir Þorbjörgu Roach Gunnarsdóttur af sögumanni og hljómsveit og verða hljóðfæri hljómsveitarinnar kynnt stuttlega. Einnig verða flutt íslensk lög og léttklassísk tónlist. Tónleikarnir standa í um 30 mínútur. Aðgangur ókeypis.

Fimmtudagur 19. apríl – Sumardagurinn fyrsti.
Kl. 12 – Káta Ekkjan, Hádegistónleikar Alda Ingibertsdóttir
Alda Ingibergsdóttir, söngkona, og Antonia Hevesi, píanóleikari, flytja íslenska tónlist og óperettuaríur. Aðgangur ókeypis.

Föstudagur 20. apríl
Kvöldopnun – Opið frá kl. 12–21
Kl. 18
– Þráður – mynd í vatni
Kynningarsýning um undirbúning og vinnslu mósaíkmyndar á Norðurbakka opnar í Apóteki.

Laugardagur 21. apríl
Sýningar opnar frá kl. 12–17

Sunnudagur 22. apríl
Kl. 13 – Fjölskyldusmiðja
Smiðja í tengslum við sýninguna Margoft við sjáum og margoft við sjáum aftur, sem stendur yfir í Aðalsal safnsins, sniðin að bæði börnum og fullorðnum.
Kl. 14 – Listamannsspjall – Jón Axel Björnsson
Listamaðurinn Jón Axel Björnsson verður með listamannsspjall í tengslum við sýningu sína Afstæði sem nú stendur yfir í Sverrissal. Allir velkomnir.
Kl. 20 – Hljóðön – Andþemu og örsögur
Hulda Jónsdóttir, fiðluleikari, og Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari, slá botninn í fimmta starfsár tónleikaraðarinnar Hljóðön í Hafnarborg með tónleikum tileinkuðum andþemum og örsögum. Frumflutt verður nýtt verk Karólínu Eiríksdóttur Örsögur að vori, sem samið er sérstaklega í tilefni tónleikanna, og fléttast verkið saman við andþemu og styttri frásagnir allt frá miðbiki 20. aldar og fram á okkar daga, í verkum Pierre Boulez, Karlheinz Stockhausens, Giacinto Scelsis og Bryns Harrisonar. Aðgöngumiðar eru seldir í Hafnarborg. Almennt miðaverð kr. 2500, fyrir eldri borgara og námsmenn kr. 1500.

29983091_2166346410172887_1370367422894568932_o

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2018 og úthlutun menningarstyrkja

Sannkölluð menningarhátíð verður í Hafnarborg á Björtum dögum síðasta vetrardag, 18. apríl. Þá verður tilkynnt hvaða Hafnfirðingur hlýtur nafnbótina Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2018, auk þess sem menningarstyrkir bæjarins verða afhentir. Athöfnin er öllum opin og hefst kl. 17 í Aðalsal Hafnarborgar. Viðtakendur menningarstyrkja eru einstaklingar, menningarhópar eða samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Styrkjum menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar verður nú úthlutað tvisvar á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar menningarlíf bæjarins.

Tónlistarmenn úr hópi styrkhafa flytja tónlist við athöfnina og að henni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.

irisreticulata

Opnunartími um páska

Skírdagur  opið frá kl. 1217
Föstudagurinn langi – LOKAÐ
Páskasunnudagur – LOKAÐ
Annar í páskum  opið frá kl. 1217

Gleðilega páskahátíð.

safnanott-featureimage

Safnanótt 2018

Hafnarborg opnar dyr sínar fram á kvöld og býður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir bæði börn og fullorðna á Safnanótt föstudaginn 2. febrúar frá klukkan 1823.

Dagskrá

18:00–23:00 Ultimate, Relative
Innsetning eftir Ráðhildi Ingadóttur. Á sýningunni dregur hún upp svipmyndir af eigin heimi með upptökuvél, þar sem hún sækir í eigin reynslu og dregur fram minningar. Við greinum einstakling sem rennir augum sínum yfir fjölda upplifana og ristir fortíðina í nútíðina. Listamaðurinn er í sínum eigin heimi, á þeim stað þar sem hið lítilfjörlega mætir hinu stórmerkilega.

18:00–23:00 Minningarbrot og leyndir staðir
Sýning á völdum myndum úr tveimur ljósmyndaseríum, Hidden Places og Fragments oRemembrance, eftir danska ljósmyndarann Astrid Kruse Jensen, sem heimsótti Ísland fyrir 15 árum síðan og vann hér ljósmyndaseríur sem síðan hafa borið hróður hennar víða. Í verkum sínum fæst Astrid við myrkrið, tómleikann og minnið. Í myndum þeim sem teknar voru á Íslandi leitast hún við að fanga myrkrið, þöglar stillur í einmanalegu vetrarlandslagi. Í seríunni Fragments of Remembrance lætur hún efnafræðina skapa tilfinningu fyrir óljósum minningarbrotum úr eigin fjölskyldu með því að framkalla gamlar filmur úr eigu fjölskyldunnar.

18:00–23:00 Gamall draumur
Í tilefni safnanætur verður vídeóverki eftir Ráðhildi Ingadóttur varpað á húsgafl Hafnarborgar, þar sem gestir safnsins og fólk í nágrenni þess geta notið. Verkið kallast á við sýningu Ráðhildar, Ultimate, Relative, sem nú stendur yfir í safninu, en þar fjallar hún um óendanleikann, drauma og minningar.

radhildur-banner4
18:00–20:30 Draumasmiðja
Listasmiðja fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára. Smiðjan tengist umfjöllunarefni yfirstandandi sýninga í Hafnarborg, draumar og minningar sem efniviður í sköpun. Hvernig eru draumar uppbyggðir? Hafa þeir útlínur og form og hvernig er atburðarásin? Hvað eru minningar og minningarbrot? Unnið verður með mismunandi form, ljósmyndir og liti í þrívídd.

18:00–20:00 Draumafangarar – listasmiðja
Draumafangaragerð fyrir 8 ára og eldri. Það er skemmtilegt og einfalt að búa til draumafangara, enda mikil húsprýði og ganglegir til að fanga góða drauma. Leiðbeinandi er Tinna Þórudóttir Þorvaldar sem hefur haldið fjölda hannirðanámskeiða og gefið út þrjár bækur um hekl.

20:00–23:00 Teboð
Hafnarborg tekur hlýlega á móti gestum Safnanætur og býður uppá fjölbreytt úrval te-tegunda. Það er því tilvalið að koma og ylja sér á köldu febrúarkvöldinu og upplifa í leiðinni skemmtilega dagskrá Hafnarborgar á Safnanótt.

radhildur-banner2

20:00–20:30 Leiðsögn um sýninguna Ultimate, Relative
Leiðsögn um sýninguna Ultimate, Relative, innsetningu eftir Ráðhildi Ingadóttur.

astrid-banner

21:00–21:30 Leiðsögn um sýninguna Minningarbrot og leyndir staðir
Leiðsögn um sýninguna Minningarbrot og leyndir staðir eftir danska ljósmyndarann Astrid Kruse Jensen.

21:00–22:00 Draumar, talnaspeki og lófalestur
Fáðu ráðið úr draumum þínum, láttu lesa framtíðina úr lófa þínum eða rýna í tölur nafns þíns. Sýningar Hafnarborgar um þessar mundir fjalla um drauma og minningar og því er ekki úr vegi að kafa enn dýpra í undirmeðvitundina og skoða hvað framtíðin ber í skauti sér.

radhildur-banner2
21:30–22:30 Heim til míns hjarta
Tónlistarmaðurinn og Hafnfirðingurinn Marteinn Sindri mun leika fyrir gesti Hafnarborgar efni af fyrstu hljóðversplötu sinni, sem væntanleg er á þessu ári. Marteinn Sindri er tuttugu og átta ára aðfluttur Hafnfirðingur og hefur á síðustu misserum verið að hasla sér völl sem lagasmiður og textahöfundur. Marteinn býr að fjölbreyttri tónlistarreynslu, lærði klassískan píanóleik, hefur leikið djassmúsík og starfað með ýmsum hljómsveitum. Marteinn vinnur nú að upptökum á fyrstu hljóðversplötu sinni en fyrsta smáskífa plötunnar „Spring Comes Late Sometimes“ kom út á síðasta ári. Á Safnanótt koma fram með Marteini kontrabassaleikarinn Óttar Sæmundsen og slagverksleikarinn Ólafur Björn Ólafsson, sem báðir verið atkvæðamiklir í íslensku tónlistarlífi um langt skeið.