Móttaka skólahópa

Í Hafnarborg viljum við stuðla að því að allir fái tækifæri til að kynnast listum – sérstaklega skólanemendur sem fá ókeypis leiðsögn um sýningarnar ásamt kennurum sínum.

Markmið safnfræðslu í Hafnarborg er að hvetja gesti til umhugsunar um myndlist, skapa vettvang til umræðu um list og læra af listamönnum um ólík þekkingarsvið. Myndlist er víðtæk og margslungin og ekki bundin við listnámsgreinar fremur en aðrar námsgreinar og námssvið. Heimsókn í safnið miðar að fræðslu sem sniðin er að hverjum aldurshóp.

Tekið er á móti nemendum virka daga kl. 8:30 til 15:30.

Hafnarborg býður nemendahópa velkomna til fræðslu og leiðsagnar um sýninguna. Fyrir leikskóla miðast safnfræðslan við elstu árganga leikskólans.

Heimsókn í safnið tekur eina til tvær kennslustundir og er skólum að kostnaðarlausu. Mikilvægt er að skólahópar séu ekki stærri en 25 nemendur svo allir geti notið og tekið þátt í safnfræðslunni.

Bókið tíma í síma 585-5790 eða í netpósti hafnarborg@hafnarfjordur.is