Keramik

Úr safneign

Safneign Hafnarborgar er fjölbreytt og fer sífellt vaxandi. Hún telur nú rúmlega 1400 listaverk en stór hluti hennar eru málverk og höggmyndir frá síðari hluta 20. aldar. Stofnendur Hafnarborgar, þau Sverrir Magnússon lyfsali og kona hans Ingibjörg Sigurjónsdóttir lögðu grunn að safninu með listaverkagjöf sinni árið 1983. Hafnarborg á verk eftir innlenda og erlenda listamenn unnin í ýmsa miðla, má þar meðal annars nefna nokkurn fjölda leirlistaverka.

Í Sverrissal Hafnarborgar stendur nú yfir sýning með íslenskum leirlistaverkum eftir 14 listamenn. Þetta eru allt verk úr safneign Hafnarborgar og eru gerð á árunum 1984 – 2006. Sýningin stendur frá 24. júní til 23. ágúst.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru:  Áslaug Höskuldsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Bryndís Jónsdóttir, Edda Jónsdóttir, Gestur Þorgrímsson, Guðný Magnúsdóttir, Jóna Guðvarðardóttir, Jónína Guðnadóttir, Kolbrún Björgúlfsdóttir, Kristín Ísleifsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Sigríður Erla Guðmundsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir og Sóley Eiríksdóttir.