Sýningarstjóraspjall

Laugardaginn 27. ágúst kl. 14 munu Hildur Steinþórsdóttir og Rúna Thors sýningarstjórar nýopnaðar haustsýningar Tilraun – leir og fleira ræða við gesti Hafnarborgar um tilurð sýningarinnar, hugmyndir á bakvið hana og verk listamannanna og samhengi þeirra.

Hildur, arkitekt, og Rúna, vöruhönnuður starfa saman undir merkjum hönnunartvíeikisins TOS en hugmynd þeirra að sýningunni var valin úr innsendum tillögum síðastliðið haust þegar kallað var eftir tillögum að haustsýningu í safninu 2016.

 

Sýningin Tilraun – leir og fleira er samtal sjónlista við leir þar sem vísað er í ólíka heima iðnaðar, lista, nytjalista og hönnunar. Þátttakendur sýningarinnar koma úr ólíkum starfstéttum sjónlista. Þeir nota allir leir í verkum sínum en voru gefin mismunandi orð til að vinna þau útfrá. Útkoman eru annarsvegar fullgerð verk á meðan önnur sýna rannsókn eða vinnuaðferð.

Sýnendur eru: Aldís Bára Einarsdóttir, Anna Hallin, Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Brynjar Sigurðarson, Búi Bjarmar Aðalsteinsson, Erna Elínbjörg Skúladóttir, Hanna Dís Whitehead, Hildigunnur Birgisdóttir, Daniel Durnin, Garðar Eyjólfsson, Gunnhildur Helgadóttir, Olga Bergmann, Páll Einarsson, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Sigga Heimis, Sigrún Jóna Norðdahl, Sigurður Guðmundsson, Sigurður Hauksson, Sigurlína Margrét Osuala, Theodóra Alfreðsdóttir og Veronika Sedlmair.