Syngjandi jól 2015

Laugardaginn, 5. desember fyllist Hafnarborg af tónlist og hátíðaranda þegar fjölmargir kórar Hafnarfjarðar skipaðir söngfólki á öllum aldri koma saman og syngja fyrir gesti. Syngjandi jól eru nú haldin í nítjánda sinn og eru samstarfsverkefni skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Jólaþorpsins og Hafnarborgar.

Vegna tónleikanna verður yfirstandandi sýning Hafnarborgar ekki opin þennan dag.

Dagskráin er eftirfarandi:

09.20-09.40   Leikskólinn Norðurberg 

09.40-10.00    Kór Setbergsskóla

10.00-10:20    Leikskólinn Hvammur

10:20-10:40    Leikskólinn Álfasteinn

10:40-11:00    Leikskólinn Stekkjarás

11:00-11:20    Kór Lækjarskóla

11.20-11:40    Leikskólinn Brekkuhvammur

11:40-12:00    Hraunvallaskóli (leikskóli)

12:00-12:20    Kór Áslandsskóla

12:20-12:40    Kvennakór Hafnarfjarðar

12:40-13:00    Graflarakórinn

13:00-13:20    Litli kór Öldutúnsskóla

13:20-13:40    Kór Öldutúnsskóla

13:40-14:00    Kór Flensborgarskólans og Flensborgarkórinn

14:00-14:20    Gospelkór Ástjarnarkirkju

14:20-14:40    Karlakór eldri þrestir

14:40-15:00    Kvennakórinn Rósir

15:00-15:20    Hrafnistukórinn

15:20-15:40    Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju

15:40-16:00    Kammerkór Hafnarfjarðar

SyngjandijolDreifibref15