Samtal um byggingar sem svið mannlífsins

Sunnudaginn 8. janúar er boðið til samtals um byggingar, list og byggingarlist í Hafnarborg. Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson og rithöfundurinn Andri Snær Magnason ræða togstreitu og samhljóm bygginga og listar og hvernig það gleymist oft að byggingar eru ekki bara verkfræði og peningar heldur eru þær svið mannlífsins.

Samtalið á sér útgangspunkt í sýningu Egils Bygging sem vera og borgin sem svið sem nú stendur yfir í Hafnarborg og lýkur sunnudaginn 15. janúar n.k. Sú sýning felur í sér skoðun á hinu byggða umhverfi og veltir upp spurningum um hvort við séum á réttri leið.

Samtalið hefst kl. 14 og er öllum opið.