Menningargöngur í Hafnarfirði – Dagskrá

Í sumar er boðið uppá kvöldgöngur með leiðsögn alla fimmtudaga kl. 20. Hver ganga tekur um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Dagskrá sumarsins:

4. júní
Flensborgarhöfn – Mannlíf og atvinnulíf
Magnea Guðmundsdóttir arkitekt ásamt rekstraraðilum á svæðinu. Gengið frá Hafnarborg.

11. júní
Hlutverk St. Jósefnssystra í samfélaginu
Gunnhildur Sigurðardóttir fyrrverandi hjúkrunarforstjóri leiðir gönguna. Gengið frá Hafnarborg.

18. júní
Þær höfðu áhrif – Gengið um slóðir áhrifakvenna í hafnfirskum stjórnmálum. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.

25. júní
Frá sjónarhóli kvenna – Ljósmyndasýning við strandstíginn skoðuð með leiðsögn. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.

2. júlí
Skrúðgarðurinn Hellisgerði – Steinar Björgvinsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Gengið frá inngangi Hellisgerðis við Reykjavíkurveg.

9. júlí
Neisti listarinnar – Gengið um slóðir listakonunnar Hönnu Davíðsson. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.

16. júlí
Rölt um listaslóðir – Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur. Gengið frá Bókasafni.

23. júlí
Víðistaðatún – Þráinn Hauksson landslagsarkitekt. Gengið frá Skátaheimilinu við Hjallabraut.

30. júlí
Hugað að náunganum – Sagt frá þátttöku kvenna í uppbyggingu umönunar og heilsugæslu. Gengið frá Pakkhúsi Byggðarsafns.

6. ágúst
Verslunarsaga – Lúðvík Geirsson fyrrum bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Gengið frá Hafnarborg.

13. ágúst
Loksins klukknahljómur – Fjallað um kirkjusögu Hafnarfjarðar. Gengið frá Hafnarborg.

20. ágúst
Ásgeir G. Stefánsson og framlag hans til íslenskrar byggingarlistar – Pétur H. Ármannsson arkitekt og Jónatan Garðarsson. Gengið frá Hafnarborg.

27. ágúst
Vettvangur æskunnar – Árni Guðmundsson félagsuppeldisfræðingur leiðir göngu um slóðir unglingamenningar. Gengið frá Hafnarborg.