Sumarganga. Flensborgarhöfn – mannlíf og atvinnulíf

Fimmtudagskvöldið 4. júní kl. 20 verður boðið upp á fyrstu menningargöngu sumarsins með leiðsögn um svæðið umhverfis miðbæ Hafnarfjarðar öll fimmtudagskvöld kl. 20. Þetta er annað sumarið sem göngurnar eru haldnar og í fyrra fór þátttakan fram úr björtustu vonum. Hver ganga tekur um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Magnea Guðmundsdóttir arkitekt mun leiða gesti um svæði Flensborgarhafnar ásamt Kristni Aadnegard starfsmanni Hafnarfjarðarhafnar. Skyggnst verður inn í ólíka heima hafnarsvæðisins og rekstraraðilar segja frá fjölbreyttri starfsemi sinni. Fiskmarkaðurinn við Fornubúðir verður heimsóttur, litið verður við hjá fiskvinnslunni Kambi og að lokum ætla skapandi hönnuðir Íshússins að taka á móti hópnum. Gangan hefst kl. 20 og gengið er frá Hafnarborg.

 

Þessi ganga er hluti af dagskrá í tengslum við verkefnið Þinn staður – okkar umhverfi við Flensborgarhöfn, opna vinnustofu um undirbúningsvinnu vegna nýs skipulags við Flensborgarhöfn. Í Sverrissal Hafnarborgar geta gestir nú kynnt sér stóran uppdrátt af hafnarsvæðinu og jafnframt notað hann sem grunn fyrir eigin hugmyndir. Þar má einnig sjá eldri kort og uppdrætti, ljósmyndir, greinargerðir og ýmis önnur gögn sem tengjast svæðinu. Vinnustofan tengist yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðarbæjar. Þannig fá bæjarbúar og aðrir tækifæri til að kynna sér skýrslur og annað efni sem notast er við í skipulagsgerð og koma hugmyndum sínum á framfæri. Nánar um vinnustofuna hér.

Sumargöngurnar eru samstarf Hafnarborgar, Byggðarsafns, Bókasafns og skrifstofu menningarmála í Hafnarfirði. Göngurnar njóta stuðnings frá Hafnarfjarðarhöfn.

 

Dagskrá:

4. júní – Flensborgarhöfn – mannlíf og atvinnulíf. Magnea Guðmundóttir arkitekt ásamt rekstraraðilum á svæðinu. Gengið frá Hafnarborg.

11. júní – Hlutverk St. Jósefssystra í samfélaginu – Gunnhildur Sigurðardóttir fyrrverandi hjúkrunarforstjóri á St. Jósefsspítala leiðir gönguna. Gengið frá Hafnarborg.

 18. júní – Þær höfðu áhrif – Gengið um slóðir áhrifakvenna í hafnfirskum stjórnmálum. Steinunn Þorsteinsdóttir sagnfræðingur. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.

25. júní – Hafnarfjörður frá sjónarhóli kvenna – ljósmyndasýning við strandstíginn. Rósa Karen Borgþórsdóttir. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.

2. júlí – Skrúðgarðurinn Hellisgerði – Steinar Björgvinsson skógfræðingur. Gengið frá inngangi Hellisgerðis við Reykjavíkurveg.

9. júlí – Neisti listarinnar – Slóðir listakonunnar Hönnu Davíðsson. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.

16. júlí – Rölt um listaslóðir – Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur. Gengið frá Bókasafni.

23. júlí – Víðistaðatún – Þráinn Hauksson landslagsarkitekt. Gengið frá Skátaheimilinu við Hjallabraut.

30. júlíHugað að náunganum – Gengið um slóðir sem endurspegla þátttöku kvenna í uppbyggingu umönnunar og heilsugæslu í Hafnarfirði. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.

6. ágúst – Verslunarsaga kvenna – Lúðvík Geirsson fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Gengið frá Hafnarborg.

13. ágústLoksins klukknahljómur – Björn Pétursson Bæjarmynjavörður Hafnarfjarðar fjallar um kirkjusögu bæjarins. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.

20. ágúst – Ásgeir Stefánsson og framlag hans til íslenskrar byggingarlistar – Pétur H. Ármannsson arkitekt. Gengið frá Hafnarborg.

27. ágúst – Vettvangur æskunna – Árni Guðmundsson. Félagsuppeldisfræðingur, “leiðir göngu um slóðir unglingamenningar“ Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.

 

Bókasafn Hafnarfjarðar
Strandgötu 1
220 Hafnarfjörður
www.bokasafnhafnarfjardar.is

 

Byggðasafn Hafnarfjarðar
Vesturgata 8
220 Hafnarfjörður
www.hafnarfjordur.is/byggdasafn

 

Hafnarborg
Strandgata 34
220 Hafnarfjörður
hafnarborg.is