Flensborgarhöfn í þróun

Laugardaginn 19. mars kl. 13 mun Magnea Guðmundsdóttir verkefnastjóri kynna lýsingu á skipulagsverkefni  Flensborgarhafnar sem hefur staðið yfir í rúmt ár.

Þessi kynning haldnir í tengslum við opnu vinnustofuna Þinn staður – Okkar bær sem Hafnarborg ásamt Umhverfis og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðar og Markaðsstofu Hafnarfjarðar hafa staðið sameiginlega að. Þar verða kynnt helstu framkvæmdir og skipulagsverkefni í miðbæ Hafnarfjarðar og nágrenni hans. Skipulag og hönnun umhverfis skiptir okkur öll miklu máli og getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir það mannlíf sem ætlað er að dafna á hverjum stað. Mikilvægt er að sem flestar raddir fái að hljóma í skipulagsvinnunni og tekið sé tillit til óska þeirra sem eiga að gæða hið byggða umhverfi lífi með nærveru sinni. Í vinnustofunni gefst almenningi tækifæri til að ræða áherslur skipulagsyfirvalda og koma með ábendingar um það sem vel er gert og hvað má bæta. Sýningarstjóri er Magnea Guðmundsdóttir, arkítekt.