Bjartirdagar – Dagskrá Hafnarborgar

Menningarhátíðin Bjartir dagar verður haldin dagana 19.-23. apríl í tengslum við Sumardaginn fyrsta eins og undanfarin ár. Nóg verður um að vera í Hafnarborg en dagskráin er eftirfarandi:

Miðvikudagur 19. apríl:
Kl. 17:00 – Menningarstyrkir afhentir og tilkynnt um val á bæjarlistamanni Hafnarfjarðarbæjar.

Fimmtudagur 20. apríl:
Kl. 12:00 –
Karlakórinn Þrestir syngja í aðalsal Hafnarborgar

Föstudagur 21. apríl:
Safnið er opið til kl. 22.

Kl. 20 – 
Leiðsögn um sýninguna Bókstaflega
Kl. 20:30 – 
Kynning á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar
Kl. 21 – Ljóðagjörningur – Haraldur Jónsson og Ásta Fanney Sigurðardóttir

Laugardagur 22. apríl:
Sýningarnar Bókstaflega – Konkretljóð á Íslandi á árunum 1957 til samtímans og Verk úr stofngjöf standa opnar frá kl. 12:00 – 17:00

Sunnudagur 23. apríl:
Kl. 15  Listasmiðjan Bók-stafur-ljóð-mynd er haldin í tengslum við sýninguna Bókstaflega.
Kl. 14 – Leiðsögn um sýninguna Verk úr stofngjöf.
Kl. 20 – 
Hljóðön – tónleikar. Svissneski tónlistarmaðurinn Stefan Thut leikur ásamt nemum úr Listaháskóla Íslands.