Aðgengisdagurinn – Heimsókn í listaverkageymslur

Laugardaginn 11. mars verður haldið upp á Dag aðgengis fyrir alla.  

Dagurinn er hugsaður sem hvatning fyrir alla hreyfihamlaða til að prófa eitthvað nýtt, hvort sem það er að fara í bíó, fara á kaffihús, söfn eða annað sem hugurinn girnist.

Að þessu tilefni býður Hafnarborg hreyfihömluðum, fjölskyldum þeirra, vinum og umönnunaraðilum að gægjast bak við tjöldin og virða fyrir sér listaverkageymslur safnsins milli klukkan 14 og 16. Hver heimsókn tekur í kringum 15 mínútur.

Aðgengi er gott í Hafnarborg og aðgangur er ókeypis.